Skákmót Tækni­skólans

Miðviku­daginn 15. nóv­ember fór fram skákmót Skák­klúbbs Nem­enda­sam­bands Tækni­skólans í Vörðuskóla. Alls tóku 12 nem­endur þátt í mótinu og var hart barist í 15 mín leikjum.

Mótið var haldið í sam­vinnu við Skák­sam­band Íslands sem lagði til skákborð og klukkur í mótið. Spilað var eftir reglum FIDE, alþjóða skák­sam­bandsins og að mótinu loknu bauð Nem­enda­sam­bandið þátt­tak­endum upp á pizzur.

Í lokin stóð Phat­sa­korn Lomain, nem­andi á nátt­úrufræðibraut/​tölvu­tækni uppi sem sig­ur­vegari, í öðru sæti var Aron Máni Nindel Har­aldsson, nem­andi í raf­virkjun og í þriðja sæti Baldur Máni Björnsson, nem­andi í grunn­deild rafiðna.

Paintball mót Tækniskólans

Paintball mót Tækniskólans verður haldið í Skemmtigarðinum Grafavogi miðvikudaginn 24. október næstkomandi kl 17:00. Fimm einstaklingar keppa saman í liði og skráir liðstjóri allt liðið. Það kostar 2990kr á haus að taka þátt í mótinu og greitt verður á svæðinu. Þeir sem eru ekki með lið geta mætt á svæðið og verður þá blandað í lið.

ATH Borgað er á staðnum

SKRÁNINGAR LINKUR:
https://goo.gl/forms/sRqbXBCPIpNmHSwg1

Nýnemaferð Tækniskólans 2018

Nýnemaferð Tækniskólans

Hin árlega nýnemaferð Tækniskólans verður fimmtudaginn 30. ágúst næstkomandi. Farið verður á Stokkseyri og gist eina nótt. Nemendasamband Tækniskólans stendur fyrir ferðinni og heldur utan um skemmtidagskrá.

Farið verður af stað á hádegi fimmtudaginn 30. ágúst og komið aftur á hádegi föstudaginn 31. ágúst. Þeir nemendur sem skrá sig í ferðina fá leyfi frá kennslu á meðan á ferðinni stendur. Gert er ráð fyrir því að nemendur mæti í kennslu á fimmtudagsmorgni og eftir hádegi á föstudag.
Hægt verður að geyma farangurinn í skólanum áður en farið er í ferðina.

Miðasala í ferðina fer fram á vef Nemendasambandsins og verður send valkvæð rukkun á alla nemendur í gegnum Aur.
Miðaverð er 3000kr. á mann. Innifalið í verðinu er rútuferð fram og til baka, gisting, pylsuveisla, sundlaugapartý, skemmtidagskrá og morgunmatur.
Allir sem fara í ferðina verða að skila inn leyfisbréfi til Valda félagsmálafulltrúa. Hægt er að skila því í tölvupósti á [email protected], í stofu S114 á Skólavörðuholti eða á skrifstofu skólans (á Háteigsvegi, í Hafnarfirði og á Skólavörðuholti).

Nýnemar eru hvattir til þess að mæta og taka þátt því ferðin er frábær vettvangur til þess að kynnast félagslífi skólans og samnemendum.

Nánari upplýsingar veitir Valdi félagsmálafulltrúi í síma 698-3857 eða tölvupóst á [email protected]