Nýnem­aferð Tækni­skólans 2019

Hin árlega nýnem­aferð Tækni­skólans verður fimmtu­daginn 29. ágúst næst­kom­andi. Farið verður á Stokks­eyri og gist á Art­h­ostel eina nótt. Nem­enda­sam­band Tækni­skólans stendur fyrir ferðinni og heldur utan um skemmti­dag­skrá.

Farið verður af stað eftir hádegi fimmtu­daginn 29. ágúst og komið aftur á hádegi föstu­daginn 30. ágúst. Þeir nem­endur sem skrá sig í ferðina fá leyfi frá kennslu á meðan á ferðinni stendur. Gert er ráð fyrir því að nem­endur mæti í kennslu á fimmtu­dags­morgni og eftir hádegi á föstudag.
Lagt verður af stað frá Hafnarfirði kl. 15:00, Skólavörðuholti og Háteigs­vegi kl. 15:30. Æskilegt er að allir nem­endur mæti með far­ang­urinn sinn í skólann að morgni, en boðið verður upp á að geyma far­ang­urinn í húsnæði skólans. Heim­koma er áætluð kl. 15:00 föstu­daginn 30. ágúst og verður hefðbundin kennsla það sem eftir er af föstu­deg­inum.
Hægt verður að geyma far­ang­urinn í skól­anum áður en farið er í ferðina.

Þátt­tak­endur þurfa að hafa með sér föt eftir veðri, svefn­poka/​sæng, kodda, dýnu/​vind­sæng, sundföt og svo er öllum frjálst að koma með snarl til að hafa í rút­unni og/​eða um kvöldið.

Miðasala í ferðina fer fram á vef Nemendasambandsins.
Miðaverð er 3000kr. á mann. Innifalið í verðinu er rútuferð fram og til baka, gisting, pylsu­veisla, sund­laugapartý, skemmti­dag­skrá og morg­un­matur.
Allir sem fara í ferðina verða að skila inn leyfisbréfi á eitt af bókasöfnum Tækniskólans, á Skólavörðuholti, Háteigsvegi eða Hafnarfirði.

Nýnemar eru hvattir til þess að mæta og taka þátt því ferðin er frábær vett­vangur til þess að kynnast félags­lífi skólans og sam­nem­endum.

Nánari upp­lýs­ingar veitir Valdi félags­mála­full­trúi í síma 698-3857 eða tölvu­póst á valdi@tskoli.is og Silja Sif á sed@tskoli.is

Langar þig frítt í bíó?

frett3Langar þig frítt í bíó?
NST ætlar að gefa 100 bíómiða og miðstærð popp og gos á hryllingsmyndina Annabelle!

Það eina sem þú þarft að gera er.
1. Eiga eða kaupa afsláttarkort NST, afsláttarkortið kostar 1.000. Kr og hægt er að nýta sér afslætti í verslunum og veitingastöðum út um allan bæ.
2. Koma uppí NST á 5.hæð á Skólavörðuholtinu í hádeginu – 12:35 (hjá bókasafninu), við munum gefa miða í öllum hádegishléum fram á fimmtudag, eða þangað til miðarnir klárast.
3. Mæta í Sambíóin Álfabakka fimmtudaginn 16. október Kl: 22:00.

Fyrstir koma fyrstir fá.

Aðrir geta mætt í bíóið og fengið sérstakt tilboð á sýninguna.
-Verð fyrir bíómiða og miðstærð popp og gos er 1.400 Kr, þeir sem velja það biðja um tilboð #11 í miðasölunni í Álfabakka.

-NST