ÞRÍHYRNINGURINN – LAN TÆKNISKÓLANS 2024

Þríhyrningurinn – LAN Tækniskólans verður haldið helgina 5.-7. apríl í matsal Tækniskólans við Skólavörðuholt. LAN-ið er opið öllum framhaldsskólum. SKRÁÐU ÞIG HÉR!

INNANSKÓLA MIÐASALA:

  • EITT BORР Tækniskólanemendur borga 3000 kr. fyrir miðann – hér
  • Það er fyrir eitt borðpláss – venjulegt kennsluborð (74cm * 64 cm)
  • TVÖFALT BORÐ – kostar 6000 kr. en það má bara koma með einn skjá
  • FYLGJAST MEÐ – fylgjast með LAN-inu, chilla og spila borðspil – kostar 500 kr. greitt á staðnum

UTANSKÓLA MIÐASALA:

  • EITT BORР 3500 kr. fyrir miðann – hér
  • Það er fyrir eitt borðpláss – venjulegt kennsluborð (74cm * 64 cm)
  • TVÖFALT BORÐ – kostar 7000 kr. en það má bara koma með einn skjá
  • FYLGJAST MEÐ – fylgjast með LAN-inu, chilla og spila borðspil – kostar 500 kr. greitt á staðnum

Útskrift­ar­sýning hársnyrt­inema vor 2024

Útskriftarsýning hársnyrtinema á vorönn 2024 verður í Ráðhúsi Reykja­víkur, miðviku­daginn 13. mars. Húsið opnar kl. 19:30 og sýn­ingin byrjar kl. 20:00.

Þemað að þessu sinni er bíómyndir. Á sýningunni er hver og einn nemandi með 4 módel, sem sem hann klippir, greiðir og litar, til að sýna allt sem hann hefur lært í skólanum.

FRÍTT er inn á sýninguna en takmarkaður fjöldi sæta. Mættu og sjáðu túlkun nemenda á Lord of the rings, Legally blonde eða Gossip girl.

xoxo

Sjáumst í Ráðhúsinu!

Útskrift­ar­húfu­mátun

Tækni­skólinn hefur í sam­vinnu við fyr­ir­tækin Formal Stúd­ents­húfur og P. Eyfeld boðið upp á húfu­mátun fyrir útskrift­ar­efni í aðdrag­anda hverrar útskriftar.

Ef ein­hverjar spurn­ingar vakna er gott að skoða svör við algengum spurningum um útskrift eða senda tölvu­póst á Lilju Ósk.

Útskrift­ar­húfu­mátun vorið 2024 verður fimmtu­daginn 22. febrúar á Háteigs­vegi og Skólavörðuholti.

P. Eyfeld og Formal stúd­ents­húfur verða á svæðinu að kynna vörur og tilboð sem þau bjóða upp á.

Háteigsvegur – í opnu rými á 2. hæð
Kl. 9:30–11:00

Skólavörðuholt – í matsalnum
Kl. 11:30–13:00