Átótjúnið – Söngkeppni Tækniskólans er á morgun!

ÁTÓTJÚNIÐ er á morgun, miðvikudaginn 7. febrúar í Mengi – sal í miðbæ Reykjavíkur nánar tiltekið Óðinsgötu 2. Keppnin byrjar kl. 20:00 og það er frítt inn.

Kynnir á keppninni er Daníel Dagur Hermannsson meistari og nemandi á Hönnunar- og nýsköpunarbarut. Sigurvegari keppninnar tekur síðan þátt fyrir hönd skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna 2024 sem verður laugardaginn 6. apríl á Selfossi. 

Keppendur eru þau:

Arantxa Ysabella Aguilera Sandoval – Íslenskubraut – All I Ask með Adele

Árni Hrafn Hrólfsson – Tölvubraut hönnun – Dig með Mudvayne

Daniel Magni Þórunnarson Moss – Íslenskubraut – The devil wears a suit and tie með Colter wall

Guðrún Eva Eiríksdóttir – Húsasmíði – Stay með Rihanna og Mikky Ekko

Helga Lilja Eyþórsdóttir – Tölvubraut hönnun – Ekkert breytir því með Sálinni hans Jóns míns

Ívar Máni Hrannarsson – Tölvubraut – Crescented, frumsamið lag 

Natanael Andreas – Náttúrufræðibraut – Focus On The Dream, frumsamið (Nuclear Nathan)

Ragnar Ágúst Ómarsson – Tölvubrautv – Creep með Richard Cheese

Yiannis Voulgarakis – Íslenskubraut – Might Love Myself með Beartooth

Sjáumst í Mengi á morgun 

Átótjúnið – Söngkeppni Tækniskólans 2024

Söngkeppni Tækniskólans fer fram í Mengi, miðvikudaginn 7. febrúar. Á síðasta ári tóku 19 nemendur þátt! SKRÁÐU ÞIG HÉR Í ÁTÓTJÚNIÐ 2024!

Skráningu þátttakenda lýkur föstudaginn 26. janúar kl. 16:00.

Nánari tímasetning verður tilkynnt síðar en frekari upplýsingar um keppnina og fyrirkomulag hennar má fá hjá Inga Birni í Framtíðarstofunni – ([email protected]), Lauru Daniela ([email protected]) eða Lilju félagsmálafulltrúa ([email protected] ) eða Lauru Daniela ([email protected])  

Æfingar byrja!

Lísa í Undralandi var sýnd 2023

Leikfélagið Mars er að byrja að æfingar og undirbúning fyrir leik­sýn­ingu ársins 2024

FYRSTI HITTINGUR

Er á miðvikudaginn – 10. janúar klukkan 16:30
í Hátíðarsalnum í Tækniskólanum á Háteigsvegi!

Á fyrsta undirbúningsfundi á miðvikudaginn er kvikmyndin Labyrinth sýnd. Enda er félagið að skoða að setja hana á svið.
Næsti hittingur á eftir fer í að skoða handrit.

ÞÚ GETUR ENNÞÁ BÆST Í HÓPINN
SKRÁÐU ÞIG HÉR -Ef þú varst ekki búið/n/nn!
Ekki hika, vertu bara með!!!

Júlíana Kristín Liborius leikstýrir og heldur utan um leiklistarnámskeið skólaárið 2023-2024.