Í kvöld fer söngkeppni Tækniskólans fram. Keppnin hefst kl. 20:00 og verður í beinni útsendingu frá Stúdíó Sýrlandi.
Alls eru 8 atriði sem keppast um að vera fulltrúi Tækniskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin verður á Akureyri í apríl.
Í kvöld fer söngkeppni Tækniskólans fram. Keppnin hefst kl. 20:00 og verður í beinni útsendingu frá Stúdíó Sýrlandi.
Alls eru 8 atriði sem keppast um að vera fulltrúi Tækniskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin verður á Akureyri í apríl.
Tækniskólinn mætir í sjónvarpssal til að etja kappi við Fjölbrautarskólann í Ármúla í Gettu betur föstudaginn 19. febrúar. Bein útsending verður frá keppninni á RÚV kl. 19:40.
Lið Tækniskólans er komið í sjónvarpssal í annað árið í röð og í annað skiptið í sögu skólans.
Liðið skipa Auður Aþena Einarsdóttir, Emil Uni Elvarsson og Þorsteinn Magnússon.
Klúbburinn hittist reglulega til að spila hlutverkaspilið Dungeons & Dragons, þar sem þátttakendur skapa sér persónur og lenda í ævintýrum.
Allir eru velkomnir í klúbbinn, óháð fyrri reynslu af spilum og geta þeir sem hafa áhuga á að reyna fyrir sér sem spunameistarar í fyrsta skiptið fengið leiðsögn og aðstoð, eins geta þeir leikmenn sem ekki hafa spilað áður fengið aðstoð við að koma sér af stað (en svo er alltaf best að læra bara með því að spila).
Meðan samkomutakmarkanir gilda verður spilað í gegnum netið og er klúbburinn með discord rás en vonir standa til þess að geta farið að spila saman í persónu sem fyrst.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta skráð sig hér eða sent póst á [email protected]