Rafíþróttalið Tækniskólans

Tækni­skólinn er að móta glæ­nýtt rafíþróttalið sem mun m.a. taka þátt í Fram­halds­skóla­leik­unum, Rafíþrótta­keppni íslenskra fram­halds­skóla sem haldin verður í fyrsta sinn nú vorið 2021. Þar verður keppt í þremur tölvu­leikjum, Counter-Strike:Global Offensive, Rocket League og FIFA.

CS:GO

  • 5 manns í hverju liði sem þið sendið frá ykkur
  • Leyfilegt er að senda einn varamann með liðinu (en það er valfrjálst)
  • Leikir spilaðir á PC

Rocket League

  • Keppt verður með 3vs3 formatti svo þið sendið frá ykkur 3 manna lið
  • Einnig leyfilegt að senda einn varamann með liðinu (valfrjálst)
  • Cross-play leyfilegt svo keppendur ráða hvort þau spili á PC/Playstation

FIFA

  • Keppt verður með friendly formatti með overall 90 liði í 1v1
  • Þið sendið frá ykkur 2 keppendur sem skiptast síðan á að keppa
  • Einnig leyfilegt að senda einn varamann með liðinu (valfrjálst)
  • Leikir spilaðir á Playstation

Prufur verða haldnar dagana 25. – 29. janúar og verða raf­rænar. Þá mun þjálf­arinn leggja mat á þátt­tak­endur og velja hverjir komast í liðin. Gerð verður krafa um að í hverju þessara liða verði fólk af fleiri en einu kyni.
Leitast er eftir:
2 liðum sam­an­sett af 5 ein­stak­lingum í CS:GO.
3 ein­stak­lingum í Rocket League lið.
2 ein­stak­lingum í FIFA 21 sem skiptast á að keppa.

Æfingar verða í umsjón Vig­fúsar Karls Steins­sonar ásamt viku­legum fundum þar sem öll liðin koma saman.

Söngkeppni Tækniskólans

Söngkeppni Tækniskólans fer fram fimmtudaginn 25. febrúar og verður í beinni útsendingu frá Stúdíó Sýrlandi.

Skráning er hafin og lýkur henni 1. febrúar. Fulltrúi NST hefur samband við alla keppendur að skráningu lokinni til að fá upplýsingar um lag, undirspil og tæknileg atriði sem þarf að hafa í huga í undirbúningi og fyrir æfingarferlið.

Sigurvegari keppninnar keppir svo fyrir hönd skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna.

Tæknó vs. MS í Morfís

Tækniskólinn mætir MS í Morfís, Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna, föstudaginn 22. febrúar.

Umræðuefni kvöldsins er hafið og er Tækniskólinn á móti.

Lið Tækniskólans skipa Auður Aþena Einarsdóttir, Brjánn Hróbjartsson, Dagur Adam Ólafsson og Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir.

Keppnin verður í beinu streymi og koma nánari upplýsingar um streymi á samfélagsmiðlasíður Nemendasambandsins þegar þær liggja fyrir:

Facebook síða NST
Instagram NST