Tækniskólinn er að móta glænýtt rafíþróttalið sem mun m.a. taka þátt í Framhaldsskólaleikunum, Rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla sem haldin verður í fyrsta sinn nú vorið 2021. Þar verður keppt í þremur tölvuleikjum, Counter-Strike:Global Offensive, Rocket League og FIFA.
CS:GO
- 5 manns í hverju liði sem þið sendið frá ykkur
- Leyfilegt er að senda einn varamann með liðinu (en það er valfrjálst)
- Leikir spilaðir á PC
Rocket League
- Keppt verður með 3vs3 formatti svo þið sendið frá ykkur 3 manna lið
- Einnig leyfilegt að senda einn varamann með liðinu (valfrjálst)
- Cross-play leyfilegt svo keppendur ráða hvort þau spili á PC/Playstation
FIFA
- Keppt verður með friendly formatti með overall 90 liði í 1v1
- Þið sendið frá ykkur 2 keppendur sem skiptast síðan á að keppa
- Einnig leyfilegt að senda einn varamann með liðinu (valfrjálst)
- Leikir spilaðir á Playstation
Prufur verða haldnar dagana 25. – 29. janúar og verða rafrænar. Þá mun þjálfarinn leggja mat á þátttakendur og velja hverjir komast í liðin. Gerð verður krafa um að í hverju þessara liða verði fólk af fleiri en einu kyni.
Leitast er eftir:
2 liðum samansett af 5 einstaklingum í CS:GO.
3 einstaklingum í Rocket League lið.
2 einstaklingum í FIFA 21 sem skiptast á að keppa.
Æfingar verða í umsjón Vigfúsar Karls Steinssonar ásamt vikulegum fundum þar sem öll liðin koma saman.