Paintball mót

Miðvikudaginn 27. október kl. 18:00 fer Paintball mót Tækniskólans fram í Skemmtigarðinum í Grafarvogi.

Keppt verður í 7 manna liðum og kostar 31.500 kr. fyrir liðið (4500 kr. á mann) að taka þátt.
Mikilvægt er að hafa einn aðila í forsvari fyrir liðið (sá sem greiðir) og viðkomandi sé með á hreinu hverjir eru í liðinu.
Greitt er fyrir liðið í heild en þeir sem ekki hafa lið en vilja samt taka þátt geta skráð sig í „bland í poka“ lið hér.
Þeir sem skrá sig í „bland í poka“ liðin geta greitt með millifærslu.

Miðasalan er hafin

NST býður upp á pizzur fyrir alla keppendur meðan á mótinu stendur.

LAN Tækniskólans

Helgina 22.-24. október fer LAN Tækniskólans fram í matsal Tækniskólans á Skólavörðuholti. Miðasala er hafin og er miðaverð 3000 kr.
Þessi viðburður er lokaður og því einungis fyrir nemendur Tækniskólans.
Allir þátttakendur sem eru yngri en 18 ára þurfa að skila inn leyfisbréfi til að taka þátt.

Á LANi koma þátttakendur með tölvurnar sínar og tengja saman til þess að spila tölvuleiki. LAN nefnd Tækniskólans (LNT) sér um skipulagningu viðburðarins og verður mótahald í þeirra höndum, en á LANinu er einmitt keppt í fjöldanum öllum af tölvuleikjum, s.s. CS:GO, Rocket League, League of Legends, Minecraft og mörgum fleiri leikjum.

Húsið opnar klukkan 18:00 á föstudeginum og lýkur því klukkan 12:00 á sunnudeginum.
Ekki verður boðið upp að aðstöðu til þess að gista í skólanum og er fólk hvatt til þess að fara heim til sín til að sofa. Ekki verður heimilt að taka tækjabúnað úr húsinu milli kl. 23:00 á kvöldin og kl. 9:00 á morgnana.

Einungis 100 miðar eru í boði og er því um að gera að vera snögg/t/ur að tryggja sér miða.

Nýnemaball Tæknó, FÁ og FB

Nýnemaball Tækniskólans verður haldið í samvinnu við nemendafélög Fjölbrautaskólanna í Breiðholti og Ármúla. Ballið verður á Spot í Kópavogi fimmtudaginn 14. október. Húsið opnar kl. 21:00 og lokar kl. 22:00 (ekki er hleypt inn eftir þann tíma) og lýkur ballinu á miðnætti.

Fram koma:

DJ Dóra Júlía
Sprite Zero Klan
Jói P og Króli

Miðasala er hafin og kostar miðinn 3500 kr.
Miðasalan er eingöngu fyrir nemendur Tækniskólans, FÁ og FB og fer hún fram í gegnum rafræna miðasölu NST. Miðasala fyrir gesti (utanskólamiðasala) hefst mánudaginn 11. október.
Utanskólamiðasala er hafin og kostar miðinn 4500 kr.

Nemendasamband Tækniskólans stendur fyrir edrúpotti, þar sem öllum sem koma á ballið verður boðið að blása í áfengismæli til þess að komast í pottinn. Eftir vetrarleyfi verða svo tveir heppnir nemendur dregnir út og fá hvor um sig 25.000 kr. inneign í Kringluna.

Rétt eins og á öðrum viðburðum NST er öll meðferð áfengis og annarra vímugjafa óheimil. Einnig er vert að nefna að á ballinu er ekki leyfilegt að koma inn með tóbak (sígarettur, neftóbak eða munntóbak), nikótínpúða eða rafrettur. Allur óheimill varningur verður gerður upptækur og honum fargað.

Allir sem koma á ballið þurfa að framvísa miðanum við hurðina ásamt niðurstöðum úr neikvæðu hraðprófi vegna COVID-19 frá Heilsugæslu eða frá testcovid.is/ (sjálfspróf duga ekki). Hraðprófið má ekki vera eldra en 48 klst gamalt