Kosningavefur

Framboð til formanns NST og stjórnar Skólafélags nemenda á Skólavörðuholti

Björgvin M. Ársælsson
17 ára
Grunnnám rafiðnaðar og stefnir á rafeindavirkjun
Èg vill hafa fleiri minni viðburði eins og t.d í árshátíðarvikunni að hafa eitthvað meira en bara útvarpsstöð og náttfatadag, og reyna að hafa fleiri böll en einu sinni á önn.
Theodór Karl Hrafnsson
Ég heiti Theodór Karl Hrafnsson, en oftast kallaður Theo. Ég er í grunnnámi rafiðna og stefni á rafeindavirkjun.
Ég bauð mig fram sem formaður vegna þess að ég hef áhuga á félagslífi skólans. Hagsmunir nemenda skólans eru mjög mikilvægir og eitthvað sem þarf að passa uppá og halda við.
Vegna Covid hafa verið mjög fáir viðburðir í skólanum en þeir geta verið svo mikilvægir til að viðhalda anda skólans og ánægju nemenda í honum. Viðburðir eins og böll eða keppnir, og félögin í skólanum eru til að gefa nemendum pásu og eru góð tilbreyting frá áhyggjum námsins, og þess vegna svo mikilvæg að halda við.
Takk fyrir mig.
Edda Sóley Þórisdóttir
Ég heiti Edda Sóley Þórisdóttir og er 16 ára, ég valdi þennan æðislega skóla fyrir Fatatæknina.
Seinustu 2 ár hafa verið hörmung fyrir félagslíf skólans og höfum við ekki getað verið með mikið af böllum og skemmtunum. Ég og fullt af öðrum krökkum höfum ekki fengið að upplifa framhaldsskólalífið almennilega, þar vil ég koma inn og vil leggja mig fram um að uppfylla óskir okkar allra og gera framhaldsskólalífið okkar ÆÐISLEGT. Vil því hjálpa okkur að gera drauma framhaldsskólalífið okkar að veruleika.
Róbert Smári Georgsson
Sælirrr eg heiti Róbert Smári og er í grunnámi í rafiðnum og er eðal stemningsmaður… kjosið mig ef þið viljið fleiri böll, meiri stemningu og meiri djamm og kanski að við skellum bara í eitt stykki sumarball 5 maí en bara ef að eg verð kosinn😉
Anton Orri Gränz
16 ára nemandi á K2, tækni- og vísindabraut.
Af hverju ættuð þið að kjósa mig?
Af því að ég tel mig vera góðan kost fyrir nemendafélagið þar sem ég er búinn að vera í stjórn þar allan þennan vetur og þekki því innra starf félagsins mjög vel.
Markmið mitt er að bæta félagslíf og starfsemi nemenda í tækniskólanum og hlusta á sjónarmið allra nemenda skólans.
Ég er með 3ja ára reynslu í stjórn þar sem ég var í 2 ár í stjórn nemandafélags í grunnskóla og svo þennan vetur í NST.
Arnþór Atlason
Ég heiti Arnþór Atlason og er nemandi við múrverk og ég býð mig fram í stjórn Skólafélags nemenda við Skóalvörðuholt.
Blær Bergþóra Freysdóttir
17 ára
Hársnyrtiiðn
Ég vil búa til örugga og skemtilega stemningu þar sem allir geta verið þeir/þær/það sjálft. Vil halda hæpislegri stemningu og halda góða anda skólans gangandi