FRÍS – ert þú til í að streyma keppnunum?

Á mánudaginn byrjuðu framhaldskólaleikarnir FRÍS þar sem keppt er í Rafíþróttunum CSGO, Rocket League og Valorant.

Til að hefja leika mun CSGO lið Tæknó E-Sports keppa á móti Menntaskólanum á Egilsstöðum og Rocket League Tæknó E-Sports keppast við Menntaskólanum á Tröllaskaga.

Við erum að leita af einstaklingum til að streyma leikjunum þannig ef þú hefur áhuga máttu endilega hafa samband við Lilju sem kemur þér í samband við Vigfús þjálfara.

Hér finnur þú meiri upplýsingar um FRÍS – þú getur líka fylgst á Discord!

Skráning í Átótjúnið – Söngkeppni Tækniskólans

Söng­keppni Tækni­skólans fer fram í Hátíðarsal skólans við Háteigsveg (2. hæð) miðviku­daginn 8. febrúar  og hefst kl. 19:30.

Hér getur þú skráð þig í keppnina ♥ Skráningu lýkur föstudaginn 27. janúar kl. 14:00.

Aðstoð við útfærslur og und­ir­spil eru í boði fyrir þá sem það vilja en kepp­endum er einnig frjálst að koma með sitt eigið „play­back“.

Sig­ur­vegar keppn­innar verður full­trúi skólans í Söng­keppni fram­hald­skól­anna sem verður laug­ar­daginn 1. apríl í Kaplakrika og í beinni á Stöð 2. Nánari upp­lýs­ingar um keppnina og fyr­ir­komulag er hægt að fá hjá Lilju félagsmálafulltrúa ([email protected] ).

Vilt þú leika Lísu í Undralandi?

Leikfélag Mars, býður nemendum skólans á leiklistarnámskeið.  Öll áhugasöm eru vel­komin, námskeiðið er frítt og það þarf ekki einu sinni að skrá sig, bara mæta ♥

Námskeiðið byrjar miðvikudaginn 18. janúar kl. 18:00 í hátíðarsal Tækniskólans sem er á 2. hæð á Háteigsvegi. Námskeiðið verður dagana 18., 20., 25., 26. og 27. janúar. Ef þú hefur áhuga mættu jafnvel þó þú komist ekki öll kvöld ♠

Að námskeiði loknu býður félagið öllum á opnar prufur fyrir verk ársins – Lísu í Undralandi ♦

Leiðbein­andi á nám­skeiðinu og leikstjóri sýningarinnar, Lísu í Undralandi, er Guðmundur Jónas Haraldsson. Frekari upplýsingar má nálgast með því að senda leikfélaginu tölvupóst

Stjórn leikfélagsins skipa: Bjartur Sigurjónsson, Elma Eik Tulinius, Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir, Hrefna Hjörvarsdóttir, Katla Rún og Ragnar Ágúst Ómarsson.