Tækniskólinn fær FS í heimsókn í Morfís

Tækniskólinn og FS eigast við í fyrstu umferð Morfís 2022. Umræðuefni kvöldsins er lífið er leikrit og mælir Tækniskólinn að sjálfsögðu með því. Keppnin fer fram í matsal Tækniskólans við Skólavörðuholt og hefst kl. 18:00 og er frítt inn fyrir alla gesti.

Þeir sem ekki komast á staðinn geta fylgst með keppninni í beinu streymi á YouTube.

Lið Tækniskólans er skipa Helena Dís Friðriksdóttir, Agni Freyr Arnarson Kuzminov, Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir og Ísak Máni Guðmundsson.

NST í Rush!

Þriðjudaginn 15. febrúar kl. 19:00 verður hópferð hjá NST í Rush trampólíngarðinn.

Skráning er hafin og kostar 2800 kr. á mann að hoppa. Hopp sokkar kosta 500kr. Greitt er fyrir þátttöku á staðnum.

Allir sem ætla að hoppa í Rush Iceland verða að fylla út ábyrgðaryfirlýsingu áður. Með yfirlýsingunni er garðurinn að staðfesta að hann uppfylli þær öryggiskröfur sem settar eru og gestir garðsins staðfesta að þeir fari eftir þeim reglum sem garðurinn setur.