Kosningum frestað

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur aðalfundi NST ásamt kosningum til miðstjórnar NST og stjórna skólafélaga Tækniskólans verið frestað fram á haust með það að markmiði að auka þátttöku í kosningunum og til að gefa frambjóðendum betri vettvang til að kynna framboð sín.

Kosningar munu fara fram í upphafi næsta skólaárs. Hér að neðan má sjá þau félög sem munu halda kosningar í haust:

  • Nemendasamband Tækniskólans (NST)
  • Skólafélag Byggingartækniskólans
  • Skólafélag Tæknimenntaskólans (NTM)
  • Skólafélag Skipstjórnarskólans
  • Skólafélag Upplýsingatækniskólans (Eniac)
  • Skólafélag Raftækniskólans (SRS)
  • Skólafélag Handverksskólans

Samhliða kosningunum í haust verður einnig auglýst eftir áhugasömum nemendum til að sitja í nefndum og ráðum innan NST.

Árshátíðarvika Tækniskólans

Árshátíðarvikan fer fram 24.-27. febrúar

Dagskrá:

Mánudagur 24. febrúar
Laser Tag mót
Laser Tag, Salavegi 2 Kópavogi
Verð: 1000kr.
kl. 20:00
Skráning í Laser Tag

Þriðjudagur 25. febrúar
Rush Trampólíngarður
Rush Kópavogi
kl. 20:00
Verð: 1500kr. (sokkar innifaldir í verði)
skráning í Rush

Miðvikudagur 26. febrúar
Söngkeppni Tækniskólans
Hátíðarsal Sjómannaskólans v. Háteigsveg
kl. 20:00
Frítt inn
Skráning í söngkeppnina

Fimmtudagur 27. febrúar
Árshátíðarball Tæknó, FÁ og FB
Spot Kópavogi
22:00 (húsið lokar kl. 23)
Verð: 3500
Innanskóla miðasala
Utanskóla miðasala

Nýnem­aferð Tækni­skólans 2019

Hin árlega nýnem­aferð Tækni­skólans verður fimmtu­daginn 29. ágúst næst­kom­andi. Farið verður á Stokks­eyri og gist á Art­h­ostel eina nótt. Nem­enda­sam­band Tækni­skólans stendur fyrir ferðinni og heldur utan um skemmti­dag­skrá.

Farið verður af stað eftir hádegi fimmtu­daginn 29. ágúst og komið aftur á hádegi föstu­daginn 30. ágúst. Þeir nem­endur sem skrá sig í ferðina fá leyfi frá kennslu á meðan á ferðinni stendur. Gert er ráð fyrir því að nem­endur mæti í kennslu á fimmtu­dags­morgni og eftir hádegi á föstudag.
Lagt verður af stað frá Hafnarfirði kl. 15:00, Skólavörðuholti og Háteigs­vegi kl. 15:30. Æskilegt er að allir nem­endur mæti með far­ang­urinn sinn í skólann að morgni, en boðið verður upp á að geyma far­ang­urinn í húsnæði skólans. Heim­koma er áætluð kl. 15:00 föstu­daginn 30. ágúst og verður hefðbundin kennsla það sem eftir er af föstu­deg­inum.
Hægt verður að geyma far­ang­urinn í skól­anum áður en farið er í ferðina.

Þátt­tak­endur þurfa að hafa með sér föt eftir veðri, svefn­poka/​sæng, kodda, dýnu/​vind­sæng, sundföt og svo er öllum frjálst að koma með snarl til að hafa í rút­unni og/​eða um kvöldið.

Miðasala í ferðina fer fram á vef Nemendasambandsins.
Miðaverð er 3000kr. á mann. Innifalið í verðinu er rútuferð fram og til baka, gisting, pylsu­veisla, sund­laugapartý, skemmti­dag­skrá og morg­un­matur.
Allir sem fara í ferðina verða að skila inn leyfisbréfi á eitt af bókasöfnum Tækniskólans, á Skólavörðuholti, Háteigsvegi eða Hafnarfirði.

Nýnemar eru hvattir til þess að mæta og taka þátt því ferðin er frábær vett­vangur til þess að kynnast félags­lífi skólans og sam­nem­endum.

Nánari upp­lýs­ingar veitir Valdi félags­mála­full­trúi í síma 698-3857 eða tölvu­póst á [email protected] og Silja Sif á [email protected]