2000’s ball

2000’s ball NST, NFFÁ og NFBHS verður haldið miðvikudagskvöldið 16. nóvember kl. 22:00 í Gamla bíói.

Miðasala er hafin fyrir nemendur Tækniskólans, FÁ og Borgarholtsskóla og kosta miðarnir 4000 kr.
Miðaverð fyrir gesti er 5000 kr.

Takmarkaður fjöldi miða verður í boði og er því mikilvægt að drífa sig að kaupa miða til að missa ekki af tækifærinu.

Eins og alltaf verður öllum gestum boðið að blása í áfengismæli þegar mætt er á staðinn og með því geta nemendur komist í edrú-pott. Dregnir verða út vinningshafar eftir ballið og geta þeir unnið 10.000-30.000 kr. gjafabréf frá Landsbankanum.

Peysusala NST

NST mun vera með peysusölu í hádegishléum eftirfarandi daga í aðalbyggingum Tækniskólans:

miðvikudaginn 2. nóvember: Skólavörðuhol – í matsal á 3. hæð
fimmtudaginn 3. nóvember: Háteigsvegur – í matsal á 4. hæð
föstudaginn 4. nóvember: Hafnarfjörður – í matsal á 2. hæð

Peysurnar eru hettupeysur og eru fáanlegar í mörgum mismunandi litum, ýmist renndar eða órenndar.
Peysurnar kosta 4000 kr. og verður hægt að greiða fyrir þær með peningum eða korti.

Þeir sem ekki komast á þessum tíma geta sett sig í samband við NST á instagram undir @nstskoli

Kubburinn 2 | 2022

Dagana 30. september til 2. október verður Kubburinn 2 | 2022 haldinn í íþrótta­húsinu Digra­nesi.

Viðburðurinn er haldinn í sam­starfi við FB, Tuddann og RÍSÍ. Skráning fer fram á 1337.is og kostar 5.000 kr. á mann. Keppt verður í CS:GO, League of Leg­ends, Rocket League, Overwatch, StarCraft, Val­orant, Minecraft, Tekken, Super Smash Bros og fleiri leikjum. Heild­arverðmæti vinn­inga er yfir 400.000 kr.

Allir þátt­tak­endur sem eru yngri en 18 ára þurfa að skila leyfisbréfi þegar mætt er á LANið.

Eins og allir viðburðir NST er Kubburinn er áfengis-, vímu­efna-, rafrettu- og tób­ak­slaus viðburður og varðar neysla þessara efna við brottrekstur.