FRÍS 2025

Óskum eftir Fortnite leikmönnum

FRÍS, rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla, er haldin í fimmta skiptið í ár. Það hafa verið breytingar á leikjum þetta árið þar sem Fortnite kemur inn í stað Valorant. Í ár verða leikirnir því Counter-Strike 2, Rocket League og Fortnite. Fimm keppendur verða í aðalliði CS2, þrír keppendur í Rocket League og þrír keppendur í Fortnite. Varamenn mega síðan vera allt að þrír í hverjum leik.

Við auglýsum sérstaklega eftir leikmönnum fyrir Fortnite. Skólar þurfa að hafa keppendur af fleira en einu kyni í öllum leikjum. Hvetjum öll áhugasöm að sækja um.

Skráðu þig hér!

Hér má horfa á úrslit síðasta árs: FRÍS 2024 úrslit T-skóli gegn FSU.

Átótjúnið 2025

Skráning er hafin á Átótjúnið 2025.  Átótjúnið er söng­keppni Tækni­skólans en sigurvegari keppninnar tekur þátt fyrir hönd skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna í apríl.

Hljómsveit spilar undir hjá keppendum en keppnin fer fram í viðburðasalnum Mengi á Óðinsgötu í miðbæ Reykjavíkur, miðviku­daginn 22. janúar. Keppendur fá bæði tækifæri til þess að æfa með hljómsveitinni fyrir keppni og mæta í hljóðprufur í Mengi sama dag og keppnin er haldin.

Skráningu lýkur föstu­daginn 17. janúar kl. 16:00.

Frekari upp­lýs­ingar um keppnina og fyr­ir­komulag hennar má fá hjá Inga Birni í Framtíðarstof­unni eða Lilju félagsmálafulltrúa.

Gettur betur 2025!!!

Fyrsta umferð Gettu betur, spurn­inga­keppni fram­halds­skól­anna, stendur yfir dagana 8. , 9. og 13. janúar. Lið Tækni­skólans skipa þau Óðinn Logi, Lóa Mar­grét og Magni Krist­insson. Fyrstu keppi­nautar liðsins er lið Verzl­un­ar­skóla Íslands og má fylgjast með viðureign­inni á vefsíðu RÚV.

Liðið mætir Verzl­un­ar­skól­anum miðviku­daginn 8. janúar kl. 18:00. Nemendur sem vilja styðja við liðið á keppnisstað, í útvarps­húsinu við Efsta­leiti, geta skráð sig hér.

Dóm­arar og spurn­inga­höf­undar í ár eru þau Helga Mar­grét Hösk­ulds­dóttir, Sig­ur­laugur Ing­ólfsson og Vil­hjálmur B. Bragason. Spyrill er Kristinn Óli Har­aldsson, betur þekktur sem Króli.

LETS GOOOO