MASKÍNAN

MASKÍNAN – SKRÁNINGARVIKA NST

Nýnemafulltrúi í miðstjórn – viltu þú vera í stjórn NST – Gabbi, Ívar, Eva, Katla og Númi leita að nýnema!

MORFÍs – Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna – Tækifærið er núna ef þér finnst gaman að tala, koma fram og rökræða.

Gettu betur lið Tæknó – Skráðu þig í prufur fyrir lið Tækniskólans í spurningakeppni íslenskra framhaldsskóla.

Ritnefnd – Peysó – ÍÞRÓ – Hagsmunaráð – Viltu taka viðtöl, gefa út blað, hann skólafötin, halda körfuboltamót eða ræða hagsmunamál nemenda?

Rafíþrótta lið TÆKNÓ – FRÍS er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla – TÆKNÓ er með lið – skráðu þig í prufurnar.

Leikfélagið MARS – Leika, hanna leikmynd, læra á leikhúsljós, sjá um hár og förðun. Hlutverk fyrir alla!

Skemmtó – heldur böllin, græjar þemavikur, minni viðburði í hverri byggingu, skipuleggur söngkeppni MS og aðstoðar fleiri minni viðburði.

Tónlistarklúbburinn – hittist miðvikudagi á Hátegisvegi – heldur Tónaflugið viðburð sem höfðar til allra sem hafa mikinn áhuga á að hlusta á og búa til tónlist.

Nýnemakvöld ENIAC

Fyrsta klúbbakvöld ENIAC er nýnemakvöld! Á morgun miðvikudaginn 30. ágúst kl. 17:00

Opnum fyrir skráningar í peysó, íþró, Gettu betur, nýnemafulltrúa í stjórn og allt annað!!! Kíktu við, fáðu þér slæsu, spilaðu, spjallaðu, skráðu þig og sýndu þig! SJÁUMST Á MORGUN.

Og já, þú finnur ENIAC og klúbbaumræður á Discord.