Nýnemaferðir Tækniskólans 2024

Í upp­hafi hvers skólaárs býður NST (Nem­enda­sam­band Tækni­skólans) nýnemum upp á skemmti­lega dagsferð þar sem nýjum nem­endum skólans gefst tæki­færi á að kynnast hvort öðru.

Að þessu sinni er ferðinni heitið á Stokks­eyri þar sem nemendum býðst að sigla um á kajak, fara í búbblubolta, hópeflisleiki og fleira.

Nýnemaferð fyrir nemendur í Hafnarfirði og á Háteigsvegi er mánudaginn 26. ágúst. Nýnemaferð fyrir nemendur á Skólavörðuholti er mánudaginn 2. september.

Miðasala – Skólavörðuholt, 2. september

Hér er miðasala fyrir Skólavörðuholt. Miðasala fyrir Skólavörðuholt opnar fimmtudaginn 15. ágúst en lokar fimmtudaginn 29. ágúst kl. 13:00 og verður ekki hægt að kaupa miða eftir þann tíma.

Dagskrá nýnemaferðar

Kajak

09:15 – Rútur leggja af stað frá skólunum

10:15 – Hópurinn mættur á Stokkseyri og nemendum skipt í hópa

12:00 – Grillum pylsur

12:45 – Höldum gleðinni áfram

14:30-15:00 – Rúturnar leggja af stað til baka

15:30-16:00 – Áætluð heimkoma

*Enginn er neyddur til þess að taka þátt í neinu sem viðkom­andi vill ekki taka þátt í.

Miðaverð og leyfi frá kennslu

Allir nem­endur sem fara í nýnem­aferðina fá leyfi frá kennslu meðan á ferðinni stendur. Aðrir nem­endur þurfa að mæta skv. stunda­skrá. Miðaverð í ferðina er 5.000 kr.

Miðasölu er skipt eftir þeirri byggingu sem nemendur sækja. Athugið að flygja réttum hlekk við miðakaup. Ef einhverjar spurningar vakna má senda tölvupóst á [email protected].

Miðasölu lokið – Háteigsvegur, 26. ágúst

Hér er miðsala fyrir Háteigsveg. Miðasalan fyrir Háteigsveg opnar fimmtudaginn 15. ágúst en lokar fimmtudaginn 22. ágúst kl. 12:00 og verður ekki hægt að kaupa miða eftir þann tíma.

Miðasölu lokið – Hafnarfjörður, 26. ágúst 

Hér er miðasala fyrir Hafnarfjörð. Miðasalan fyrir Hafnarfjörð opnar fimmtudaginn 15. ágúst en lokar fimmtudaginn 22. ágúst kl. 12:00 og verður ekki hægt að kaupa miða eftir þann tíma.

Miðasala – Skólavörðuholt, 2. september

Hér er miðasala fyrir Skólavörðuholt. Miðasala fyrir Skólavörðuholt opnar fimmtudaginn 15. ágúst en lokar fimmtudaginn 29. ágúst kl. 13:30 og verður ekki hægt að kaupa miða eftir þann tíma.

Guðmundarlundur á morgun!

NST býður öllum TÆKNÓ nemendum í Guðmundarlund á morgun

FÖSTUDAGINN 9. ÁGÚST
KL. 20:00

Pullur, lukkuhjól og bara almenn stemning!

Nýnemar! Þið eruð alveg sérstaklega velkomin…

GALSINN 2024!

Síðasti viðburður skólaársins – GALSINN – verður miðvikudaginn 15. maí. Þetta er TÆKNÓ viðburður, en nemendur skólans mega bjóða einum gesti.

Viðburðurinn er haldinn á AUTO, Lækjargötu 2A. GALSINN stendur frá kl. 22:00 til kl. 01:00 en athugið að við hættum að hleypa inn á viðburðinn eftir kl. 22:30. Þau DJ Bjarni K, Birnir, Danjel og MÓEY spila.  

Miðaverð á GALSANN er 4490 kr. fyrir nemendur Tækniskólans og þið kaupið miðann hér ⇒ ölvun ógildir miðann!  Miðasala fyrir utanskóla/gesti HÉR!

Sum hafa verið í vandræðum með að kaupa miða. Sendið póst á [email protected] ef þið þurfið aðstoð við miðasölu.