SLAUFAN ’24

@AUTO, Lækjargötu 2a

BIRNIR – CLUBDUB – SAINT PETE – TÓNHYLUR AKADEMÍA – DJ GUGGA

NST kynnir fyrsta ball skólaársins miðvikudaginn 23. október !!!

Við opnum hurðina kl. 22:00 en kl. 22:45 hættum við að hleypa inn. Ballinu lýkur kl. 01:00.

MIÐASALA

Miðaverð er 4990 kr. fyrir nemendur Tækniskólans. Takmarkaður fjöldi miða er í boði og gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.

Miðasala byrjar föstudaginn 11. október kl. 10:00.

SMELLTU HÉR FYRIR INNANSKÓLA MIÐASÖLU

Viltu bjóða gesti úr öðrum skóla?

Tækniskólanemendur geta boðið einum gesti með sér á ballið. Gesturinn er á þinni ábyrgð og þarf að skrá kennitöluna þína við miðakaup.

Miðasala fyrir utanskóla opnar mánudaginn 15. október kl. 10:00. Miðinn kostar 5490 kr.

Uppvís að drykkju á balli

NST býður öllum sem mæta á böll að blása í áfengismæli. Allsgáðir og heppnir nemendur Tækniskólans verða síðar dregnir úr edrúpottinum og geta unnið verðlaun.  

Það má ekki neyta áfengis eða annarra vímugjafa á viðburðum skólans. Ef nemandi er grunaður um drykkju á balli er honum boðið að blása í áfengismæli. Ef ölvun mælist eða nemandinn neitar að blása er hringt í forráðamenn sé hann yngri en 18 ára og þeim gert að sækja hann en 18 ára eða eldri nemendum er vísað af balli.

Leikfélag, Gettu betur og FRÍS?

LEIKFÉLAGIÐ MARS

Hefur þú áhuga á að leika, hanna, farða, brasa, læra á leikhúsljós, sjá um hár og förðun? Hlutverk fyrir öll – nánari upplýsingar og skráning hér!

GETTU BETUR LIÐ TÆKNÓ

Ef þú vilt komast í lið Tækniskólans í spurningakeppni íslenskra framhaldsskóla – taktu inntökuprófið! Prófið lokar í hádeginu fimmtudaginn 26. september.

FRÍS LIÐ TÆKNÓ

FRÍS er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla – TÆKNÓ er með lið – hér má skrá sig í prufurnar. Síðasti dagur til þess að skrá sig er miðvikudagurinn 25. september.

Nýnemaferðir Tækniskólans 2024

Í upp­hafi hvers skólaárs býður NST (Nem­enda­sam­band Tækni­skólans) nýnemum upp á skemmti­lega dagsferð þar sem nýjum nem­endum skólans gefst tæki­færi á að kynnast hvort öðru.

Að þessu sinni er ferðinni heitið á Stokks­eyri þar sem nemendum býðst að sigla um á kajak, fara í búbblubolta, hópeflisleiki og fleira.

Nýnemaferð fyrir nemendur í Hafnarfirði og á Háteigsvegi er mánudaginn 26. ágúst. Nýnemaferð fyrir nemendur á Skólavörðuholti er mánudaginn 2. september.

Miðasala – Skólavörðuholt, 2. september

Hér er miðasala fyrir Skólavörðuholt. Miðasala fyrir Skólavörðuholt opnar fimmtudaginn 15. ágúst en lokar fimmtudaginn 29. ágúst kl. 13:00 og verður ekki hægt að kaupa miða eftir þann tíma.

Dagskrá nýnemaferðar

Kajak

09:15 – Rútur leggja af stað frá skólunum

10:15 – Hópurinn mættur á Stokkseyri og nemendum skipt í hópa

12:00 – Grillum pylsur

12:45 – Höldum gleðinni áfram

14:30-15:00 – Rúturnar leggja af stað til baka

15:30-16:00 – Áætluð heimkoma

*Enginn er neyddur til þess að taka þátt í neinu sem viðkom­andi vill ekki taka þátt í.

Miðaverð og leyfi frá kennslu

Allir nem­endur sem fara í nýnem­aferðina fá leyfi frá kennslu meðan á ferðinni stendur. Aðrir nem­endur þurfa að mæta skv. stunda­skrá. Miðaverð í ferðina er 5.000 kr.

Miðasölu er skipt eftir þeirri byggingu sem nemendur sækja. Athugið að flygja réttum hlekk við miðakaup. Ef einhverjar spurningar vakna má senda tölvupóst á [email protected].

Miðasölu lokið – Háteigsvegur, 26. ágúst

Hér er miðsala fyrir Háteigsveg. Miðasalan fyrir Háteigsveg opnar fimmtudaginn 15. ágúst en lokar fimmtudaginn 22. ágúst kl. 12:00 og verður ekki hægt að kaupa miða eftir þann tíma.

Miðasölu lokið – Hafnarfjörður, 26. ágúst 

Hér er miðasala fyrir Hafnarfjörð. Miðasalan fyrir Hafnarfjörð opnar fimmtudaginn 15. ágúst en lokar fimmtudaginn 22. ágúst kl. 12:00 og verður ekki hægt að kaupa miða eftir þann tíma.

Miðasala – Skólavörðuholt, 2. september

Hér er miðasala fyrir Skólavörðuholt. Miðasala fyrir Skólavörðuholt opnar fimmtudaginn 15. ágúst en lokar fimmtudaginn 29. ágúst kl. 13:30 og verður ekki hægt að kaupa miða eftir þann tíma.