Útskrift­ar­húfu­mátun

Tækni­skólinn hefur í sam­vinnu við fyr­ir­tækin Formal Stúd­ents­húfur og P. Eyfeld boðið upp á húfu­mátun fyrir útskrift­ar­efni í aðdrag­anda hverrar útskriftar.

Ef ein­hverjar spurn­ingar vakna er gott að skoða svör við algengum spurningum um útskrift eða senda tölvu­póst á Lilju Ósk.

Útskrift­ar­húfu­mátun vorið 2024 verður fimmtu­daginn 22. febrúar á Háteigs­vegi og Skólavörðuholti.

P. Eyfeld og Formal stúd­ents­húfur verða á svæðinu að kynna vörur og tilboð sem þau bjóða upp á.

Háteigsvegur – í opnu rými á 2. hæð
Kl. 9:30–11:00

Skólavörðuholt – í matsalnum
Kl. 11:30–13:00

Átótjúnið – Söngkeppni Tækniskólans er á morgun!

ÁTÓTJÚNIÐ er á morgun, miðvikudaginn 7. febrúar í Mengi – sal í miðbæ Reykjavíkur nánar tiltekið Óðinsgötu 2. Keppnin byrjar kl. 20:00 og það er frítt inn.

Kynnir á keppninni er Daníel Dagur Hermannsson meistari og nemandi á Hönnunar- og nýsköpunarbarut. Sigurvegari keppninnar tekur síðan þátt fyrir hönd skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna 2024 sem verður laugardaginn 6. apríl á Selfossi. 

Keppendur eru þau:

Arantxa Ysabella Aguilera Sandoval – Íslenskubraut – All I Ask með Adele

Árni Hrafn Hrólfsson – Tölvubraut hönnun – Dig með Mudvayne

Daniel Magni Þórunnarson Moss – Íslenskubraut – The devil wears a suit and tie með Colter wall

Guðrún Eva Eiríksdóttir – Húsasmíði – Stay með Rihanna og Mikky Ekko

Helga Lilja Eyþórsdóttir – Tölvubraut hönnun – Ekkert breytir því með Sálinni hans Jóns míns

Ívar Máni Hrannarsson – Tölvubraut – Crescented, frumsamið lag 

Natanael Andreas – Náttúrufræðibraut – Focus On The Dream, frumsamið (Nuclear Nathan)

Ragnar Ágúst Ómarsson – Tölvubrautv – Creep með Richard Cheese

Yiannis Voulgarakis – Íslenskubraut – Might Love Myself með Beartooth

Sjáumst í Mengi á morgun 

Átótjúnið – Söngkeppni Tækniskólans 2024

Söngkeppni Tækniskólans fer fram í Mengi, miðvikudaginn 7. febrúar. Á síðasta ári tóku 19 nemendur þátt! SKRÁÐU ÞIG HÉR Í ÁTÓTJÚNIÐ 2024!

Skráningu þátttakenda lýkur föstudaginn 26. janúar kl. 16:00.

Nánari tímasetning verður tilkynnt síðar en frekari upplýsingar um keppnina og fyrirkomulag hennar má fá hjá Inga Birni í Framtíðarstofunni – ([email protected]), Lauru Daniela ([email protected]) eða Lilju félagsmálafulltrúa ([email protected] ) eða Lauru Daniela ([email protected])