Og það er ball… það er árshátíð!

Tækniskólinn ætlar í dansa í Gamla bíó miðvikudaginn 29. mars. Ballið byrjar kl. 22:00 en það verða allir að vera mættir þangað fyrir kl. 23:00 þegar húsið lokar. Ballinu lýkur kl. 01:00 og nemendur Tækniskólans sem að mæta fá frí í fyrstu kennslustund fimmtudaginn 30. mars. Listamennirnir sem koma fram á ballinu eru þau Jói P, Daniil, Inspector Spacetime, Birnir, Erpur og Dóra Júlía.

Miðasala fyrir nemendur Tækniskólans byrjar 21. mars á þriðjudaginn kl. 10:00 um morguninn og kostar miðinn á ballið 4000 kr. Miðasala fyrir þau sem að eru ekki nemendur í Tækniskólanum byrjar síðan á fimmtudaginn kl. 10:00 – miðinn kostar 5000 kr. fyrir þau.

Nemendur fá tölvupóst sendan með link á miðasöluna á þriðjudagsmorgunn – hún verður líka auglýst á þessari síðu kl. 10:00 á þriðjudaginn – linknum verður líka póstað á Instagram síðu skemmtó og IG-síðu NST. Ölvun – ógildir – miðann.

Árshátíðarmatur í Skólavörðuholti

NST ætlar að hita upp fyrir ballið með mat í matsalnum á SkólavörðuholtiVeisluþjónusta Búllunnar mætir á svæðið og setur upp litla “pop-up Búllu” og grillar á staðnum en eftirrétturinn verður í boði Valdísar ísbúðarinnar. Maturinn kostar 2500 kr. og skráning fer fram hér. Húsið fyrir matinn opnar kl. 19:30 og lokar rétt fyrir ball!

Þema í árshátíðarviku

Í árshátíðarvikunni verða þemadagar.

Mánudaginn 27. mars – Íþróttatreyjur

Þriðjudaginn 28. mars – 90’s þema 

Miðvikudaginn 29. mars ♥ Árshátíð ♥

Fimmtudaginn 30. mars – Náttfatadagur 

Föstudaginn 31. mars – Fancy friday

Love Island, Anime, Call the midwife s04e04 og eitthvað random stöff!

Stórskemmtilegt Gettu betur lið Tækniskólans mætti FG í Gettu betur í gærkvöldi. Fjölbrautarskólinn í Garðabæ hafði betur að þessu sinni.

Frá vinstri: Óðinn Logi Gunnarsson, Auður Aþena Einarsdóttir og Emil Uni Elvarsson.

Karakter liðsins fer ekki framhjá neinum, eins og sjá má í þessari kynningu! Love Island, Anime, Call the midwife s04e04 og eitthvað random stöff eru helstu styrkleikar liðsins. Síðan kemur engum á óvart að Emil Uni er ekki með neina veikleika.

NST þakkar liðinu fyrir vasklega framkomu og alla vinnuna sem þau hafa lagt á sig. Sérstakar þakkir fá Auður Aþena og Emil Uni sem tilkynntu að þetta væri þeirra síðasta ár sem liðsmenn í GB. Takk fyrir að vita svona mikið um random hluti og fyrir að vera almennir snillingar!