@AUTO, Lækjargötu 2a
BIRNIR – CLUBDUB – SAINT PETE – TÓNHYLUR AKADEMÍA – DJ GUGGA
NST kynnir fyrsta ball skólaársins miðvikudaginn 23. október !!!
Við opnum hurðina kl. 22:00 en kl. 22:45 hættum við að hleypa inn. Ballinu lýkur kl. 01:00.
MIÐASALA
Miðaverð er 4990 kr. fyrir nemendur Tækniskólans. Takmarkaður fjöldi miða er í boði og gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.
Miðasala byrjar föstudaginn 11. október kl. 10:00.
SMELLTU HÉR FYRIR INNANSKÓLA MIÐASÖLU
Viltu bjóða gesti úr öðrum skóla?
Tækniskólanemendur geta boðið einum gesti með sér á ballið. Gesturinn er á þinni ábyrgð og þarf að skrá kennitöluna þína við miðakaup.
Miðasala fyrir utanskóla opnar mánudaginn 15. október kl. 10:00. Miðinn kostar 5490 kr.
Uppvís að drykkju á balli
NST býður öllum sem mæta á böll að blása í áfengismæli. Allsgáðir og heppnir nemendur Tækniskólans verða síðar dregnir úr edrúpottinum og geta unnið verðlaun.
Það má ekki neyta áfengis eða annarra vímugjafa á viðburðum skólans. Ef nemandi er grunaður um drykkju á balli er honum boðið að blása í áfengismæli. Ef ölvun mælist eða nemandinn neitar að blása er hringt í forráðamenn sé hann yngri en 18 ára og þeim gert að sækja hann en 18 ára eða eldri nemendum er vísað af balli.