Leiklistarnámskeið

Leikfélag Tækniskólans, Mars, býður til leiklistarnámskeiðs í tveimur hlutum fyrir alla tækniskólanema. Fyrsti tími er þriðjudag 22. nóvember klukkan 18-21 en námskeiðið er svo á sama tíma dagana 24. nóv, 29. nóv, 1. des og 2. des.

Námskeiðið fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg. Salinn má finna á annarri hæð skólans (til vinstri þegar komið er upp stigann).

Eftir Jólafrí kemur að seinni hluta námskeiðsins sem hefst um miðjan janúar 2023.
Farið verður í stutta skemmtilega leiklistar æfingar og leiki sem leikstjórinn okkar, Guðmundur Haraldsson, mun stjórna.
Námskeiðið kynning á leiklist og einnig geta áhugasamir tekið þátt í Leiksýningunni Lísa Í Undralandi 13. Sem verður frumsýnd í mars.

Nánari upplýsinga er hægt að óska á [email protected]

2000’s ball

2000’s ball NST, NFFÁ og NFBHS verður haldið miðvikudagskvöldið 16. nóvember kl. 22:00 í Gamla bíói.

Miðasala er hafin fyrir nemendur Tækniskólans, FÁ og Borgarholtsskóla og kosta miðarnir 4000 kr.
Miðaverð fyrir gesti er 5000 kr.

Takmarkaður fjöldi miða verður í boði og er því mikilvægt að drífa sig að kaupa miða til að missa ekki af tækifærinu.

Eins og alltaf verður öllum gestum boðið að blása í áfengismæli þegar mætt er á staðinn og með því geta nemendur komist í edrú-pott. Dregnir verða út vinningshafar eftir ballið og geta þeir unnið 10.000-30.000 kr. gjafabréf frá Landsbankanum.

Peysusala NST

NST mun vera með peysusölu í hádegishléum eftirfarandi daga í aðalbyggingum Tækniskólans:

miðvikudaginn 2. nóvember: Skólavörðuhol – í matsal á 3. hæð
fimmtudaginn 3. nóvember: Háteigsvegur – í matsal á 4. hæð
föstudaginn 4. nóvember: Hafnarfjörður – í matsal á 2. hæð

Peysurnar eru hettupeysur og eru fáanlegar í mörgum mismunandi litum, ýmist renndar eða órenndar.
Peysurnar kosta 4000 kr. og verður hægt að greiða fyrir þær með peningum eða korti.

Þeir sem ekki komast á þessum tíma geta sett sig í samband við NST á instagram undir @nstskoli