Morfís prufur

Inntökupróf fyrir ræðulið Tækniskólans fer fram þriðjudaginn 21. september kl. 18-21 í stofu S400 á Skólavörðuholti. Allir áhugasamir eru hvattir til að taka þátt.

Ekki er gerð krafa um reynslu af ræðumennsku en hún skaðar alls ekki.

Í kjölfar inntökuprófa verður haldið ræðunámskeið og útbúinn æfingahópur fyrir liðið sem keppir fyrir hönd skólans í Morfís.

Nánari upplýsingar veitir Huginn Þór, þjálfari

Dungeons & Dragons klúbbur

Skráning er hafin í D&D-klúbb Tækniskólans

D&D klúbburinn er klúbbur fyrir þá sem spila Dungeons & Dragons eða hafa áhuga á að prufa. Þeir sem skrá sig í klúbbinn verða paraðir saman í spilahópa eftir því staðsetningu og hentugum tímasetningum.

Dungeons & Dragons er hlutverkaspil þar sem leikmenn takast á við fjölbreytt ævintýri undir leiðsögn dýflissumeistara sem stýrir gangi leiksins og skapar söguna í samvinnu við leikmenn.

Sérstaklega er óskað eftir aðilum sem treysta sér til þess að vera dýflissumeistara (DM‘s) en allri sem hafa áhuga á að prufa eða að spila eru velkomnir.

Skráning er hafin og henni lýkur föstudaginn 3. september.

Rafíþróttalið Tækniskólans

Tækniskólinn verður með prufur fyrir rafíþróttalið sem mun taka þátt í rafíþróttamótum, þ.m.t. Framhaldsskólaleikunum, Rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla sem haldið verður í vetur 2021. Skráning er hafin í prufur fyrir liðið.

Prufurnar verða haldnar uppúr 9. september og verða rafrænar. Þá mun þjálfarinn leggja mat á þátttakendur og skipa í lið. Gerð verður krafa um að í hverju þessara liða verði fólk af fleiri en einu kyni.

Leitast er eftir spilurum í eftirfarandi leiki fyrir FRÍS mótið:

CS:GO
FIFA
Rocket League
COD: Warzone (Off season mót)

Þar að auki býðst að búa til lið í fyrir eftirfarandi leiki sem munu æfa og taka þátt í öðrum mótum:

DOTA 2
League of Legends
Overwatch

Æfingar verða í umsjón Vigfúsar Karls Steinssonar ásamt vikulegum fundum þar sem öll liðin koma saman. 

Skráningu lýkur mánudaginn 6. september.