Takk fyrir okkur, magnaða Mars!

„Dásamlegt að fylgjast með okkar listfengu og hæfileikaríku nemendum í frumlegri og skemmtilegri uppsetningu á Lísu í Undralandi í hátíðarsal Sjómannaskólans. Gleðin skein úr hverju andliti í lok sýningar,“ sagði Hildur Ingvarsdóttir skólameistari eftir frumsýningu leikfélagsins á föstudaginn ❤️

Bjartur Örn Bachmann leikstjóri, takk fyrir jákvætt viðhorf, góða orku og fyrir að leggja þig allan fram í leikverkið. Takk leikfélagið Mars fyrir að vera frábær og best. Og sérstakar þakkir fær stjórn leikfélagsins þau Bjartur Sigurjónsson, Elma Eik Tulinius, Gudrún Gígja Vilhjálmsdóttir, Hrefnu Hjörvarsdóttur, Katla Rún Arnórsdóttir og Ragnar Ágúst Ómarsson, hjartanlegar þakkir fyrir alla vinnuna, góðu gildin ykkar og leikgleðina. Takk fyrir okkur!

Vilt þú leika Lísu í Undralandi?

Leikfélag Mars, býður nemendum skólans á leiklistarnámskeið.  Öll áhugasöm eru vel­komin, námskeiðið er frítt og það þarf ekki einu sinni að skrá sig, bara mæta ♥

Námskeiðið byrjar miðvikudaginn 18. janúar kl. 18:00 í hátíðarsal Tækniskólans sem er á 2. hæð á Háteigsvegi. Námskeiðið verður dagana 18., 20., 25., 26. og 27. janúar. Ef þú hefur áhuga mættu jafnvel þó þú komist ekki öll kvöld ♠

Að námskeiði loknu býður félagið öllum á opnar prufur fyrir verk ársins – Lísu í Undralandi ♦

Leiðbein­andi á nám­skeiðinu og leikstjóri sýningarinnar, Lísu í Undralandi, er Guðmundur Jónas Haraldsson. Frekari upplýsingar má nálgast með því að senda leikfélaginu tölvupóst

Stjórn leikfélagsins skipa: Bjartur Sigurjónsson, Elma Eik Tulinius, Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir, Hrefna Hjörvarsdóttir, Katla Rún og Ragnar Ágúst Ómarsson.