Tækniskólinn fær FS í heimsókn í Morfís

Tækniskólinn og FS eigast við í fyrstu umferð Morfís 2022. Umræðuefni kvöldsins er lífið er leikrit og mælir Tækniskólinn að sjálfsögðu með því. Keppnin fer fram í matsal Tækniskólans við Skólavörðuholt og hefst kl. 18:00 og er frítt inn fyrir alla gesti.

Þeir sem ekki komast á staðinn geta fylgst með keppninni í beinu streymi á YouTube.

Lið Tækniskólans er skipa Helena Dís Friðriksdóttir, Agni Freyr Arnarson Kuzminov, Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir og Ísak Máni Guðmundsson.

Nemendakosningar 2021

Óskað er eftir framboðum til stjórnarsetu í eftirfarandi félögum NST:

  • Miðstjórn NST
  • NTM – skólafélag Tæknimenntaskólans
  • Eniac – skólafélag Upplýsingatækniskólans
  • SFR – Skólafélag Raftækniskólans
  • Skólafélag Hönnunar- og handverksskólans
  • Skólafélag Byggingartækniskólans
  • Skólafélag Skipstjórnarskólans (Formaður, gjaldkeri, vara-formaður, skemmtanastjóri og ritari)
  • Nemendaráð nemenda í Hafnarfirði (formaður þess tekur sæti í miðstjórn sem fulltrúi nemenda í Hafnarfirði)

Frambjóðendur (fyrir utan Skólafélag Skipstjórnarskólans) bjóða fram krafta sína til setu í stjórn, en að kosningum loknum munu þeir sem hljóta kosningu skipta með sér verkum (þ.e. formaður, varaformaður, ritari o.s.frv. þar sem það á við).

Frestur til að skila inn framboðum er til föstudagsins 26. mars næstkomandi. Kosningar fara svo fram á innu dagana 12.-15. apríl.

Framboð skulu berast á [email protected]

Framhaldsskólaleikarnir í Rafíþróttum

Tækniskólinn hefur keppni í framhaldsskólaleikunum í rafíþróttum þriðjudaginn 9. mars kl. 18:00 þegar CS:GO lið skólans mætir liði Menntaskólans í Reykjavík.

Á leikunum er keppt í CS:OG, Rocket League og FIFA21 og það er Rafíþróttasamband Íslands sem heldur utan um leikana.

Keppni í FIFA21 og Rocket League hefst innan skamms.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef Rafíþróttasambandsins.

Hér að neðan má sjá hverjir skipa lið Tækniskólans:

Rocket League:

Emelía Ósk Grétarsdóttir
Elvar Christensen
Snæbjörn Sigurður Steingrímsson
Henrik Marcin Niescier

CS:GO

Lárus Hörður Ólafsson
Magnús Pétur Hjaltested
Daníel Bogason
Elfar Snær Arnarson
Lukas Brazaitis Varamaður
Karen Ýr Sigurnjörnsdóttir

Fifa 21

Björgvin Ingi Ólafsson
Yngvar Máni Arnarsson
Ísak Ragnarsson