Gettu betur á föstudaginn!

Lið Tækniskólans (Auður Aþena, Emil Uni og Óðinn Logi) keppir í Gettur betur í sjónvarpssal RÚV í Efstaleiti á föstudaginn – 17. febrúar. 

Fríar pizzur kl. 18:00 og frítt í rútu! Það er nú einu sinni MEGAvika 😊

NST býður öllum sem mæta upp á fríar pizzur í Tækniskólanum á Skólavörðuholti kl. 18:00. 

Rúta mætir síðan á Skólavörðuholt klukkan 19:00 og keyrir okkur upp í Efstaleiti þar sem keppnin fer fram. Mæting í Efstaleiti er kl. 19:30 en keppnin í sjónvarpinu byrjar kl. 20:00.

Keppnin er síðan búin um 21:00 en þá geta þeir sem vilja fengið far með rútu til baka á Skólavörðuholt. 

Skráning á keppnina er hér – en reglan fyrstir koma fyrstir fá gildir!

Vilt þú leika Lísu í Undralandi?

Leikfélag Mars, býður nemendum skólans á leiklistarnámskeið.  Öll áhugasöm eru vel­komin, námskeiðið er frítt og það þarf ekki einu sinni að skrá sig, bara mæta ♥

Námskeiðið byrjar miðvikudaginn 18. janúar kl. 18:00 í hátíðarsal Tækniskólans sem er á 2. hæð á Háteigsvegi. Námskeiðið verður dagana 18., 20., 25., 26. og 27. janúar. Ef þú hefur áhuga mættu jafnvel þó þú komist ekki öll kvöld ♠

Að námskeiði loknu býður félagið öllum á opnar prufur fyrir verk ársins – Lísu í Undralandi ♦

Leiðbein­andi á nám­skeiðinu og leikstjóri sýningarinnar, Lísu í Undralandi, er Guðmundur Jónas Haraldsson. Frekari upplýsingar má nálgast með því að senda leikfélaginu tölvupóst

Stjórn leikfélagsins skipa: Bjartur Sigurjónsson, Elma Eik Tulinius, Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir, Hrefna Hjörvarsdóttir, Katla Rún og Ragnar Ágúst Ómarsson.