Framboð til stjórnar og nefnda NST 2022

Opið er fyrir framboð til stjórnar- og nefndarsetu NST fyrir skólaárið 2022-2023. Lokað verður fyrir framboð 8. apríl kl. 14:00.
Kosniungar fara fram á innu dagana 25.-28. apríl.

NST óskar eftir framboðum til stjórnar og nefndarsetu fyrir næsta skólaár. Skv. lögum NST verða eftirfarandi fulltrúar kjörnir í apríl:

  • Formaður
    • Formaður er talsmaður stjórnar út á við og sker formaður úr um niðurstöður kosninga þar sem ekki næst meirihlutasamþykki stjórnar.
  • Varaformaður (formannsframbjóðandinn sem fær næst flest atkvæði)
    • Varaformaður er staðgengill formanns og ritara séu þeir ekki á staðnum og er einnig hagsmunafulltrúa nemenda.
  • Ritari
    • Ritari sér um að rita fundargerðir fyrir alla fundi NST.
  • Fulltrúi nemenda á Háteigsvegi
    • kjörinn af nemendum á Háteigsvegi
  • Fulltrúi nemenda í Hafnarfirði
    • kjörinn af nemendum í Hafnarfirði
  • Fulltrúi nemenda á Skólavörðuholti
    • kjörinn af nemendum á Skólavörðuholti

Einnig verður kosið í eftirfarandi nefndir:

  • Skemmtinefnd
    • ber ábyrgð á skipulagningu skemmtiviðburða s.s. böll o.fl.
  • Árshátíðarnefnd
    • ber ábyrgð á skipulagningu árshátíðarviku
  • Videonefnd (Pulsan)
    • ber ábyrgð á því að gera myndbönd fyrir hönd NST
  • Auglýsinganefnd
    • ber ábyrgð á auglýsingagerð fyrir viðburði NST
  • Málfundarnefnd (Gettu betur og Morfís)
    • ber ábyrgð á Gettu betur og Morfís
  • Leiklistarnefnd (Desdemóna)
    • ber ábyrgð á því að setja upp leiksýningu
  • Tækninefnd
    • ber ábyrgð á tækjabúnaði og uppsetningu tæknimála á viðburðum NST
  • LAN nefnd
    • ber ábyrgð á því að halda LAN einu sinni á önn
  • Peysunefnd
    • ber ábyrgð á innkaupum og sölu á NST peysum
  • Hirðljósmyndari
    • ljósmyndar viðburði NST fyrir samfélagsmiðla og nst.is