Átótjúnið – Söngkeppni Tækniskólans 2024

Söngkeppni Tækniskólans fer fram í Mengi, miðvikudaginn 7. febrúar. Á síðasta ári tóku 19 nemendur þátt! SKRÁÐU ÞIG HÉR Í ÁTÓTJÚNIÐ 2024!

Skráningu þátttakenda lýkur föstudaginn 26. janúar kl. 16:00.

Nánari tímasetning verður tilkynnt síðar en frekari upplýsingar um keppnina og fyrirkomulag hennar má fá hjá Inga Birni í Framtíðarstofunni – ([email protected]), Lauru Daniela ([email protected]) eða Lilju félagsmálafulltrúa ([email protected] ) eða Lauru Daniela ([email protected])  

Æfingar byrja!

Lísa í Undralandi var sýnd 2023

Leikfélagið Mars er að byrja að æfingar og undirbúning fyrir leik­sýn­ingu ársins 2024

FYRSTI HITTINGUR

Er á miðvikudaginn – 10. janúar klukkan 16:30
í Hátíðarsalnum í Tækniskólanum á Háteigsvegi!

Á fyrsta undirbúningsfundi á miðvikudaginn er kvikmyndin Labyrinth sýnd. Enda er félagið að skoða að setja hana á svið.
Næsti hittingur á eftir fer í að skoða handrit.

ÞÚ GETUR ENNÞÁ BÆST Í HÓPINN
SKRÁÐU ÞIG HÉR -Ef þú varst ekki búið/n/nn!
Ekki hika, vertu bara með!!!

Júlíana Kristín Liborius leikstýrir og heldur utan um leiklistarnámskeið skólaárið 2023-2024.

TÓNAFLUG TÆKNISKÓLANS

Verður miðvikudaginn 13. desember Í HÁTÍÐARSALNUM Á HÁTEIGSVEGI.

Eftirfarandi 11 atriði koma fram;

Spiritual Reflections – Metal
Vampíra – Black metal
Kóka Kóla Polar Bear – Electronic
Crescented – Rapp og indie pop
The Orb of Night – EDM, Hardstyle, Rave
Danjel – Rapp
Héðinn – Indie, Rokk, Pop
Nói Spói – Rapp
105 – Electronic, Pönk, Hip-Hop
Lapua – Metal
Nuclear Nathan – Hip-Hop

Frítt inn á viðburðinn en óskum eftir frjálsum framlögum! Allur peningur fer til listamanna. Komdu og skoðaðu grasrótartónlist nemenda Tækniskólans.

P.S. Tónleikarnir eru standandi þannig smá party stemming. Sæti fyrir þau sem þess óska 🙂