Hefur þú áhuga á að vera í LAN nefnd Tæknó?

LAN Tækniskólans hefur verið einn vinsælasti viðburður skólans og sækja um 100 nemendur í skemmtunina. Viðburðurinn er haldinn í matsal skólans og eru mót haldin í helstu tölvuleikjum dagsins, en einnig má spila frjálst tölvuleiki og borðspil einnig í boði.

Við leitum sérstaklega af fólki sem hefur áhuga og kunnáttu á netkerfum. Ef þú hefur áhuga á skipulagi og uppsetningu á netbúnaði? Eða áhuga á að aðstoða við uppsetningu á LANinu, skipuleggja borðplan, setja saman dagskrá fyrir mótin eða vinnu í sjoppunni?

Láttu okkur vita með því að senda tölvupóst á [email protected] eða bara skrá þig hér!

Leiklistarnámskeið – byrjar miðvikudaginn 15. nóvember

Alveg ókeypis leikliStarnámskeiðið fyrir öll sem hafa áhuga. Námskeiðið er sex skipti á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:00-19:00 og byrjar núna á miðvikudaginn 15. nóvember.
Ef þú skráðir þig ekki í september og fékkst ekki tölvupópt um skráninguna – skráðu þig hér!

Um námskeiðið
Hvar: 
Tækniskólanum á Háteigsvegi (gamli Sjómannaskólinn) í Hátíðarsalnum á 2. hæð

Byrjar: miðvikudaginn 15. nóvember kl. 16:00 (eða um leið og skóli er búinn) – FRÍ PIZZA FYRIR ÖLL á fyrsta námskeiðsdegi

Lýkur: Miðvikudaginn 6. desember

Hvað svo: Eftir námskeið ákveður hópurinn hvaða sýningu/leikrit/söngleik/stuttmynd honum langar að setja upp. Þá geta allir tekið handrit með sér í jólafrí.

Leikstýra: Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir sér um námskeiðið verður leikstjóri leikfélagsins MARS í vetur. Hún hefur áður leikstýrt framhaldsskólum (t.d. Borgó og MH). Þið getið lesið um hana Júlíönu hér – eða skoðað þetta tónlistarmyndband sem hún lék í.