Nýnemaferð Tækniskólans 2018

Nýnemaferð Tækniskólans

Hin árlega nýnemaferð Tækniskólans verður fimmtudaginn 30. ágúst næstkomandi. Farið verður á Stokkseyri og gist eina nótt. Nemendasamband Tækniskólans stendur fyrir ferðinni og heldur utan um skemmtidagskrá.

Farið verður af stað á hádegi fimmtudaginn 30. ágúst og komið aftur á hádegi föstudaginn 31. ágúst. Þeir nemendur sem skrá sig í ferðina fá leyfi frá kennslu á meðan á ferðinni stendur. Gert er ráð fyrir því að nemendur mæti í kennslu á fimmtudagsmorgni og eftir hádegi á föstudag.
Hægt verður að geyma farangurinn í skólanum áður en farið er í ferðina.

Miðasala í ferðina fer fram á vef Nemendasambandsins og verður send valkvæð rukkun á alla nemendur í gegnum Aur.
Miðaverð er 3000kr. á mann. Innifalið í verðinu er rútuferð fram og til baka, gisting, pylsuveisla, sundlaugapartý, skemmtidagskrá og morgunmatur.
Allir sem fara í ferðina verða að skila inn leyfisbréfi til Valda félagsmálafulltrúa. Hægt er að skila því í tölvupósti á valdi@tskoli.is, í stofu S114 á Skólavörðuholti eða á skrifstofu skólans (á Háteigsvegi, í Hafnarfirði og á Skólavörðuholti).

Nýnemar eru hvattir til þess að mæta og taka þátt því ferðin er frábær vettvangur til þess að kynnast félagslífi skólans og samnemendum.

Nánari upplýsingar veitir Valdi félagsmálafulltrúi í síma 698-3857 eða tölvupóst á valdi@tskoli.is

 

Aðalfundur NST!

Aðalfundur Nem­enda­sam­bands Tækni­skólans fer fram fimmtu­daginn 26. apríl kl. 16:00 í stofu 400 á Skólavörðuholti. Allir nem­endur Tækni­skólans eru hvattir til að mæta.

Fundardagsrká

  1. Afhending fundargagna
  2. Setning aðalfundar
  3. Viðburðir NST
  4. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
  5. Lagabreytingar
  6. Önnur mál
  7. Slit aðalfundar

Fundargögn

Lög og fund­ar­gögn má finna undir flipanum “Lög” hér á vefnum