Söngkeppni Tækniskólans

Söngkeppni Tækniskólans fer fram fimmtudaginn 25. febrúar og verður í beinni útsendingu frá Stúdíó Sýrlandi.

Skráning er hafin og lýkur henni 1. febrúar. Fulltrúi NST hefur samband við alla keppendur að skráningu lokinni til að fá upplýsingar um lag, undirspil og tæknileg atriði sem þarf að hafa í huga í undirbúningi og fyrir æfingarferlið.

Sigurvegari keppninnar keppir svo fyrir hönd skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna.

Tæknó vs. MS í Morfís

Tækniskólinn mætir MS í Morfís, Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna, föstudaginn 22. febrúar.

Umræðuefni kvöldsins er hafið og er Tækniskólinn á móti.

Lið Tækniskólans skipa Auður Aþena Einarsdóttir, Brjánn Hróbjartsson, Dagur Adam Ólafsson og Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir.

Keppnin verður í beinu streymi og koma nánari upplýsingar um streymi á samfélagsmiðlasíður Nemendasambandsins þegar þær liggja fyrir:

Facebook síða NST
Instagram NST

Skráning í nefndir NST

Nemendasamband Tækniskólans (NST) óskar eftir áhugasömum nemendum í nefndarstörf innan sambandsins.

Vilt þú leggja þitt af mörkum í félagslífinu í Tækniskólanum?
Ertu með sérstaka þekkingu eða reynslu sem gæti nýst í að bæta félagslífið og láta gott af þér leiða?
Skráðu þig þá hér og vertu með.

Nefndir NST starfa í beinu samstarfi við miðstjórn Nemendasambandsins og vinn að afmörkuðum verkefnum og viðburðum. Það eru engin takmörk fyrir því hvað nemendur geta verið í mörgum nefndum eða hversu margir geta verið í nefndum.