Gettu betur á föstudaginn!

Lið Tækniskólans (Auður Aþena, Emil Uni og Óðinn Logi) keppir í Gettur betur í sjónvarpssal RÚV í Efstaleiti á föstudaginn – 17. febrúar. 

Fríar pizzur kl. 18:00 og frítt í rútu! Það er nú einu sinni MEGAvika 😊

NST býður öllum sem mæta upp á fríar pizzur í Tækniskólanum á Skólavörðuholti kl. 18:00. 

Rúta mætir síðan á Skólavörðuholt klukkan 19:00 og keyrir okkur upp í Efstaleiti þar sem keppnin fer fram. Mæting í Efstaleiti er kl. 19:30 en keppnin í sjónvarpinu byrjar kl. 20:00.

Keppnin er síðan búin um 21:00 en þá geta þeir sem vilja fengið far með rútu til baka á Skólavörðuholt. 

Skráning á keppnina er hér – en reglan fyrstir koma fyrstir fá gildir!

Bjartur Sigurjónsson VANN Átótjúnið

Átótjúnið, söngkeppni Tækniskólans, var haldið í síðustu viku – þar sem 14 þátttakendur stigu á svið og heilluðu áhorfendur og dómnefnd skólans 🤗

Umgjörðin var hin glæsilegasta og nemendur skólans stóðu sig með mikilli prýði við utanumhald og framkvæmd 👏 Besti þakkir Ingi Björn Ingason og húsbandið fyrir tónlistina ✌️

Sigurvegari kvöldsins og fulltrúi skólans í Söngkeppni Framhaldsskólanna er BJARTUR SIGURJÓNSSON nemandi á tölvubraut. Hann söng lagið Never blue🏆 

Í öðru sæti var Birgitta Ólafsdóttir hljóðtækinemi með lagið Love in the dark og í því þriðja Daníel Steinar Kjartansson í Raftækniskólanum með Moondust.

Til hamingju Bjartur og til hamingju þið öll sem gerðuð Átótjúnið að veruleika 🙏

Átótjúnið í kvöld!

Söng­keppni Tækni­skólans fer fram í Hátíðarsal skólans við Háteigsveg miðviku­daginn 8. febrúar kl. 19:30 og aðgangur er frír.

Fjöldi hæfi­leika­ríkra lista­manna munu etja kappi í von um að fá tæki­færi til þess að koma fram fyrir hönd skólans í Söng­keppni fram­halds­skól­anna sem verður laug­ar­daginn 1. apríl í Kaplakrika og í beinni á Stöð 2.


Keppendur í Átótjúninu 2023 eru:

Agata Skonieczna
Birgitta Ólafs­dóttir
Bjartur Sig­ur­jónsson
Daníel Steinar Kjart­ansson
Friðrik Fannar Söe­bech
Guðrún Eva Eiríks­dóttir
Guðrún Gígja Vil­hjálms­dóttir
Héðinn Már Hann­esson
Natanael Hau­kongo Tuhafeni Andreas
Ragnar Ágúst Ómarsson
Sæbjörn Hilmir Garðarsson
Thor­vald Michael
Vikt­oría Hrund Þóris­dóttir
Þorgeir Atli Kárason