MORFÍs prufur
Kannt þú að tala? Finnst þér gaman að rökræða?
Viltu verða ræðumaður í MORFÍs liði Tækniskólans?
MORFÍs lið Tækniskólans leitar að ræðumanni og varamönnum. Þjálfarar liðsins, Huginn Þór og Sunna Dís, eru með prufur í næstu viku.
En hvernig verða prufurnar?
Afar einfaldar! Þú þarf ekkert að undirbúa þig sérstaklega. Bara mæta! Þjálfararnir verða með nokkrar tilbúnar ræður sem þú bara skoðar og velur eina sem hentar þér. Þú færð tíma til að æfa þig, svo þarftu bara að flytja hana fyrir þjálfarana.
Hvenær eru þær?
Í næstu viku, 9.-12. janúar eða mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag milli kl. 17:00 og 18:00 !
ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ MÆTA ALLA DAGANA!
Mætir bara þegar þér hentar!
Hvar eru prufurnar?
Í Tækniskólanum á Skólavörðuholti í stofu 400 sem heitir Snorrastofa!
Ef þig vantar frekari upplýsingar getur þú haft samband við þjálfarana Sunnu Dís – [email protected] eða Huginn Þór – [email protected]. Eða Lilju starfsmann Tækniskólans sem sér um félagsmálin í skólanum.