Skíðadagur NST 2022

Miðvikudaginn 16. febrúar ætlum við í Bláfjöll að gera okkur glaðan dag.

Allir þátttakendur fá leyfi frá kennslu meðan á ferðinni stendur.

Miðasala er hafin og kostar 2500kr. á mann.
Innifalið í verðinu er rútuferð til og frá Bláfjöllum ásamt passa í fjallið. Þau sem þurfa að leigja búnað þurfa að greiða fyrir skíða- eða brettaleigu á staðnum (ekki innifalið í þessu verði).

Verð:
Skíða-/brettaleiga: 3000kr.

Rútur fara frá Flatahrauni og Skólavörðuholti kl. 9:30 og leggja af stað til baka kl. 15:45.

Þeir sem vilja vera lengur í fjallinu geta gert það en þurfa að sjá sér fyrir fari heim á eigin vegum

ATH! þessi viðburður er eingöngu fyrir nemendur Tækniskólans.

LaserTag

LaserTag mót NST fer fram miðvikudaginn 24. nóvember kl. 19:00 í LaserTag við Salaveg í Kópavogi (undir Nettó).

Skráning liða er hafin. Vegna fjöldatakmarkana komast færri að en vilja. Alls er pláss fyrir 8 lið og gildir að fyrstu 8 liðin til að skrá sig ganga fyrir.
Í hverju liði eru 5 leikmenn.

Verð er 2500 kr. á mann (12500 kr. á lið).
Innifalið í verðinu eru 4 leikir ásamt pizzu og gosi.