- 💿 Frestun á Y2K ballinu

Y2K ballinu, sem átti að fara fram í Gamla bíó þann 6. nóvember, hefur verið frestað.
Ný dagsetning verður auglýst síðar ✨Þau sem keyptu miða hafa þegar fengið endurgreiðslu, en athugið að það getur tekið nokkra virka daga fyrir upphæðina að birtast á kortinu ykkar.
Takk fyrir skilninginn – við hlökkum til að sjá ykkur þegar Y2K ballið snýr aftur 💿
Miðasala
🎟️ Miðaverð fyrir Tækniskólanema: 4.990 kr.
🔗 INNANSKÓLA – Hlekkur á miðasöluViltu bjóða gesti?
Nemendur geta boðið nemendum úr öðrum framhaldsskóla að kaupa sér miða. Gestir þurfa að skrá kennitölu Tækniskólanemenda sem býður þeim við miðakaup.
🔗UTANSKÓLA – Hlekkur á utanskólamiðasölu
💵 Verð fyrir gesti: 5.990 kr.
Öryggi og umsjón
Á ballinu verður öflug öryggisgæsla frá GO öryggi, auk heilbrigðisstarfsfólks í sjúkraherbergi á staðnum.
Foreldrum og forsjáraðilum er eindregið bent á að sækja börn sín eftir ballið.
Á ballinu er ekki leyfilegt að koma með:
🚫 Tóbak, nikótínpúða, rafrettur
🚫 Vökva (t.d. ilmvatn eða drykki) – öll slík vara verður gerð upptæk og fargað
Edrúpottur og ábyrg hegðun
NST hvetur öll til að mæta edrú og taka þátt í jákvæðri stemningu. Þau sem mæta edrú og blása í mæli fara í edrúpottinn, með möguleika á peningaverðlaunum!
🚫 Ölvun ógildir miðann.
Ofbeldi með öllu ólíðandi
Á viðburðum NST er allt ofbeldi ólíðandi. Það þýðir EKKERT umburðarlyndi fyrir t.d. móðgandi eða særandi athugasemdum um útlit fólks, hómófóbíu eða kynþáttafordómum. Öll hegðun og áreitni sem skapar ógnvekjandi eða fjandsamlegt umhverfi verður ekki liðin.
NST
Fréttir

-
In Óflokkað
💿 Frestun á Y2K ballinu
[…]
-
In Óflokkað
🎨Listamarkaður Tækniskólans
[…]
-
In Óflokkað
SKRÁÐU ÞIG!
[…]










