Nemendasamband Tækniskólans

  • 💿 Frestun á Y2K ballinu

    Y2K ballinu, sem átti að fara fram í Gamla bíó þann 6. nóvember, hefur verið frestað.
    Ný dagsetning verður auglýst síðar ✨

    Þau sem keyptu miða hafa þegar fengið endurgreiðslu, en athugið að það getur tekið nokkra virka daga fyrir upphæðina að birtast á kortinu ykkar.

    Takk fyrir skilninginn – við hlökkum til að sjá ykkur þegar Y2K ballið snýr aftur 💿


    Miðasala

    🎟️ Miðaverð fyrir Tækniskólanema: 4.990 kr.
    🔗 INNANSKÓLA – Hlekkur á miðasölu

    Viltu bjóða gesti?

    Nemendur geta boðið nemendum úr öðrum framhaldsskóla að kaupa sér miða. Gestir þurfa að skrá kennitölu Tækniskólanemenda sem býður þeim við miðakaup.

    🔗UTANSKÓLA – Hlekkur á utanskólamiðasölu
    💵 Verð fyrir gesti: 5.990 kr.


    Öryggi og umsjón

    Á ballinu verður öflug öryggisgæsla frá GO öryggi, auk heilbrigðisstarfsfólks í sjúkraherbergi á staðnum.
    Foreldrum og forsjáraðilum er eindregið bent á að sækja börn sín eftir ballið.

    Á ballinu er ekki leyfilegt að koma með:
    🚫 Tóbak, nikótínpúða, rafrettur
    🚫 Vökva (t.d. ilmvatn eða drykki) – öll slík vara verður gerð upptæk og fargað


    Edrúpottur og ábyrg hegðun

    NST hvetur öll til að mæta edrú og taka þátt í jákvæðri stemningu. Þau sem mæta edrú og blása í mæli fara í edrúpottinn, með möguleika á peningaverðlaunum!

    🚫 Ölvun ógildir miðann.


    Ofbeldi með öllu ólíðandi

    Á viðburðum NST er allt ofbeldi ólíðandi. Það þýðir EKKERT umburðarlyndi fyrir t.d. móðgandi eða sær­andi athuga­semdum um útlit fólks, hómó­fóbíu eða kynþátta­for­dómum. Öll hegðun og áreitni sem skapar ógn­vekj­andi eða fjand­sam­legt umhverfi verður ekki liðin.

NST

Fréttir