Nemendasamband Tækniskólans óskar nemendum, starfsfólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.
– Höfum gaman af þessu!
Fimmtudaginn 1. desember verður hið árlega Jólakvöld NST haldið í matsalnum á Skólavörðuholti, kósýheitin byrja kl 19:00 og standa fram eftir kvöldi.
Böddi trúbador verður á staðnum og Þórhallur Þórhallsson lítur við með brjálaðslega fyndið uppistand!
Heitt kakó og flestar gerðir af jólasmákökum í boði.
Við ætlum að bjóða uppá spil, piparkökuskreytingar og almenna skemmtun.
Við hvetjum alla til þess að mæta og eiga notarlega stund með okkur áður en jólaprófin hefjast.
Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi – Morfís
Tækniskólinn mætir Menntaskólanum á Akureyri í Morfís á föstudaginn 18. nóvember kl. 20:00 í Vörðuskóla.
Nú eru allir hvattir til að mæta og styðja lið Tækniskólans í skemmtilegri keppni.
Facebook eventinn er HÉR!
Lið Tækniskólans skipa:
Liðsstjóri: Kristján Ásgeir Svavarsson
Frummælandi: Huginn Thor
Meðmælandi: Ólafur Hrafn Halldórsson
Stuðningsmaður: Davíð Snær Jónsson
Aðrir liðsmenn: Bjartur Þórhallsson & Hörður Þór Hafsteinsson
Umræðuefni kvöldsins er sifjaspell, Tækniskólinn er á móti, MA er með.