STJÓRN NST 24′-25

NST óskar eftir framboðum í stjórn NST 2024-2025!

Stjórn NST samanstendur af 9 nemendum skólans. Kosið er sérstaklega í embætti forsetavaraforseta og gjaldkera. Þar að auki geta nemendur boðið sig fram í embætti meðstjórnenda en fimm meðstjórnendur eru í stjórn. Í september leitar stjórn eftir níunda aðilanum sem er nýnemafulltrúi. Í viðhengi er listi yfir hlutverk hvers embættis.

Ég vek athygli á óskað verður eftir framboðum í nefndir og stjórn félaga af nýrri stjórn þegar hún tekur við. 

Framboðum skal skila í þetta skjal – Þar má skoða verkefni stjórnar og kosningareglur.

Lokað verður fyrir framboð sunnudaginn 21. apríl kl. 16:15. Kosn­ingar fara fram á Innu dagana 22.–24. apríl.    

MARS LEIKFÉLAG TÆKNISKÓLANS KYNNIR

LABYRINTH

EÐA

VÖLUNDARHÚSIÐ

Sara nennir ekki að passa litla bróður sinn. Hún biður The goblin King um að taka hann frá sér. Þegar Söru langar að fá bróður sinn til baka, þá er það ekki sjálfsagt, heldur lætur kóngurinn  hana leysa þrautir og finna leið sína í gegnum völundarhúsið sitt…

Þetta er ný íslensk leikgerð! Sýning fyrir öll, fullorðna og börn, fullkomin fjölskyldusýning. Þó viljum við vara við að ljósin í sýningunni geta sumum þótt of skær og öðrum tónlistin hávær. 

LEIKSÝNINGIN er byggð á hinni klassísku fanstasíu kvikmynd Labyrinth frá árinu 1986. David Bowie lék bæði stórt hlutverk í myndinni og á heiðurinn af hluta tónlistarinnar.

Sýningartími:

Miðaverð er 1000 kr. og sæti eru ekki númeruð.

Sýningar fara fram Hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg – eða gamla Sjómannaskólanum.

LEIKSTJÓRI leikhópsins er hin dásamlega Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir, menntuð leikkona og sviðshöfundur frá leiklistarskólanum Copenhagen International School of Performing Arts.

SUMARBALL

SUMARBALL 

FÁ – BORGÓ – FMOS – TÆKNÓ – FB

Fimmtudaginn 11. apríl verður Sumarball FÁ – BORGÓ – FMOS – TÆKNÓ – FB,  haldið í PORT Reykjavík – eða Kolaportinu Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík.

Húsið opnar kl. 22:00 en ekki er hleypt inn á ballið eftir 23:00. Ballinu lýkur kl. 01:00. 

Fram koma: DJ Gugga, Tónhylur, Ezekiel, Young Nigo, Aron Can & Daniil

MIÐASALA – ARMBÖND AFHENT Í NÆSTU VIKU

Miðasölu fyrir nemendur Tækniskólans má nálgast hérhttps://yess.is/e/nft/Sumarball%202024Mánudaginn 8. apríl hefst miðasala fyrir gesti úr öðrum framhaldsskólum en Tækniskólanemendur geta boðið einum gesti með sér. Gestur getur ekki keypt miða nema með kennitölu þess nemanda sem býður honum með. Kennitöluna skráir gestur við miðakaup. Miðaverð er 4.500 kr. fyrir nemendur FÁ, Tækniskólans,  FB, FMos og Borgarholtsskóla en 5.500 kr. fyrir aðra. Takmarkaður fjöldi miða er í boði og gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Hér er hlekkur á miðasölu fyrir utanskóla eins má fylgjast með á Instagram reikningi NST (nstskoli) og á vefsíðunni okkar nst.is.

EDRÚPOTTUR – ölvun ógildir miðann!

NST mælir með því að þú upp­lifir lífið edrú. Því fylgja engir gallar, bara kostir. Það má heldur ekki neyta áfengis eða annarra vímugjafa á viðburðum skólans. Slepptu öllu ölæði og taktu meðvitaða ákvörðun um að vera án vímu­efna ♠ Snillingar sem blása í áfengismæli komast í edrúpottinn og geta unnið peningaverðlaun. Einnig er vert að nefna að á ballinu er ekki leyfi­legt að koma inn með tóbak, nikó­tínpúða eða rafrettur. Allur óheimill varn­ingur verður gerður upp­tækur og honum fargað.

ALLT OFBELDI ER ÓLÍÐANDI

Á viðburðum NST er allt ofbeldi ólíðandi. Það þýðir EKKERT umburðarlyndi fyrir t.d. móðgandi eða sær­andi athuga­semdum um útlit fólks, hómó­fóbíu eða kynþátta­for­dómum. Öll hegðun og áreitni sem skapar ógn­vekj­andi eða fjand­sam­legt umhverfi verður ekki liðin.

Sjáumst á ballinu!