Leiklistarnámskeið – byrjar miðvikudaginn 15. nóvember

Alveg ókeypis leikliStarnámskeiðið fyrir öll sem hafa áhuga. Námskeiðið er sex skipti á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:00-19:00 og byrjar núna á miðvikudaginn 15. nóvember.
Ef þú skráðir þig ekki í september og fékkst ekki tölvupópt um skráninguna – skráðu þig hér!

Um námskeiðið
Hvar: 
Tækniskólanum á Háteigsvegi (gamli Sjómannaskólinn) í Hátíðarsalnum á 2. hæð

Byrjar: miðvikudaginn 15. nóvember kl. 16:00 (eða um leið og skóli er búinn) – FRÍ PIZZA FYRIR ÖLL á fyrsta námskeiðsdegi

Lýkur: Miðvikudaginn 6. desember

Hvað svo: Eftir námskeið ákveður hópurinn hvaða sýningu/leikrit/söngleik/stuttmynd honum langar að setja upp. Þá geta allir tekið handrit með sér í jólafrí.

Leikstýra: Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir sér um námskeiðið verður leikstjóri leikfélagsins MARS í vetur. Hún hefur áður leikstýrt framhaldsskólum (t.d. Borgó og MH). Þið getið lesið um hana Júlíönu hér – eða skoðað þetta tónlistarmyndband sem hún lék í.

WHITE-ON-WHITE  9. NÓVEMBER

TÆKNÓ, FÁ, FB, FMOS & BORGÓ   

Víkingsheimilinu í Fossvogi, 9. nóvember 2023 

White on White ball verður haldið í sam­vinnu við nem­enda­félög Fjölbrautaskólans við Ármúla, Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Tækniskólans, Framhaldsskólans í Mosfellsbæ og Borgarholtsskóla.

Ballið verður í Víkingsheimilinu í Fossvogi, fimmtudaginn 9. nóvember. Húsið opnar kl. 22:00 og lokar kl. 23:00 (ekki er hleypt inn eftir þann tíma) og lýkur ballinu kl. 01:00. 

Fram koma: 

Einn og hálfur dj  

Dóra Júlía  

Séra bjössi  

Daniil  

Blazroca  

MIÐASALAN ER BYRJUÐ!!!

Miðasala fyrir nemendur Tækniskólans byrjar á morgun, miðvikudaginn 1. nóvember kl. 10.00.  Föstudaginn 3. nóvember hefst miðasala fyrir gesti úr öðrum framhaldsskólum en Tækniskólanemendur geta boðið einum gesti með sér. Gestur getur ekki keypt miða nema með kennitölu nemendans sem býður honum með. Kennitalan skráir gestur við miðakaup.

Miðaverð er 4500 kr. fyrir nemendur FÁ, Tækniskólans,  FB, FMos og Borgarholtsskóla en 5500 kr. fyrir aðra. Takmarkaður fjöldi miða er í boði og gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. 

Hlekkur á miðasölunahttps://yess.is/e/nfb/storball2023

EDRÚPOTTUR – ölvun ógildir miðann!

NST mælir með því að þú upp­lifir lífið edrú. Því fylgja engir gallar, bara kostir. Það má heldur ekki neyta áfengis eða annarra vímugjafa á viðburðum skólans – ölvun ógildir miðann. Slepptu öllu ölæði og taktu meðvitaða ákvörðun um að vera án vímu­efna ♠ Snillingar sem blása í áfengismæli komast í edrúpottinn og geta unnið peningaverðlaun!

Einnig er vert að nefna að á ballinu er ekki leyfi­legt að koma inn með tóbak (síga­rettur, neftóbak eða munn­tóbak), nikó­tínpúða eða rafrettur. Allur óheimill varningur verður gerður upptækur og honum fargað. 

OFBELDI ER ÓLÍÐANDI

Á viðburðum NST er allt ofbeldi ólíðandi. Það þýðir EKKERT umburðarlyndi fyrir t.d. móðgandi eða sær­andi athuga­semdum um útlit fólks, hómó­fóbíu eða kynþátta­for­dómum. Öll hegðun og áreitni sem skapar ógn­vekj­andi eða fjand­sam­legt umhverfi verður ekki liðin.

SJÁUMST Í HVÍTU Á BALLINU!!!

MASKÍNAN

MASKÍNAN – SKRÁNINGARVIKA NST

Nýnemafulltrúi í miðstjórn – viltu þú vera í stjórn NST – Gabbi, Ívar, Eva, Katla og Númi leita að nýnema!

MORFÍs – Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna – Tækifærið er núna ef þér finnst gaman að tala, koma fram og rökræða.

Gettu betur lið Tæknó – Skráðu þig í prufur fyrir lið Tækniskólans í spurningakeppni íslenskra framhaldsskóla.

Ritnefnd – Peysó – ÍÞRÓ – Hagsmunaráð – Viltu taka viðtöl, gefa út blað, hann skólafötin, halda körfuboltamót eða ræða hagsmunamál nemenda?

Rafíþrótta lið TÆKNÓ – FRÍS er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla – TÆKNÓ er með lið – skráðu þig í prufurnar.

Leikfélagið MARS – Leika, hanna leikmynd, læra á leikhúsljós, sjá um hár og förðun. Hlutverk fyrir alla!

Skemmtó – heldur böllin, græjar þemavikur, minni viðburði í hverri byggingu, skipuleggur söngkeppni MS og aðstoðar fleiri minni viðburði.

Tónlistarklúbburinn – hittist miðvikudagi á Hátegisvegi – heldur Tónaflugið viðburð sem höfðar til allra sem hafa mikinn áhuga á að hlusta á og búa til tónlist.