Á fimmtudaginn og föstudaginn kjósum við um formann NST á INNU! Tveir nemendur eru í framboði – nýttu kosningarétt þinn og kynntu þér málið! Kosningar á Innu byrja kl. 10:00 á fimmtudaginn 11. maí og lýkur á miðnætti föstudaginn 12. maí.
Gabríel Agueda er 17 ára nemandi á Hönnunar og nýsköpunarbraut Tækniskólans. Hann býður sig fram sem formann NST til þess að gera skólann okkar að skemmtilegri stað. Markmið hans er t.d. að stækka viðburði, gera þá mun betri, bæta félagslífið, nýta matsalinn og framtíðarstofuna betur.
„Þín skoðun skiptir máli!!! Gabríel Agueda 2023!!!“
Ívar Máni er 17 ára og er á Tölvubraut Hönnun. Ívar sat í miðstjórn NST þetta skólaár og var formaður ENIAC. Hann býður sig fram til þess að halda áfram að taka þátt í æðislegu starfi en líka til þess að breyta hlutum innan skólans.
„Er með endalaust af hugmyndum fyrir auka events og fjáröflun mögulega fyrir NST. En hinsegin mál eru efst á listanum hjá mér :)“