LOKSINS BALL, fer fram miðvikudaginn 13. nóvember í Víkinni, Traðarlandi 1.
Ballið er haldið í samstarfi við FÁ, FB, FMOS og Borgó og því tölvuvert fjölmennara en síðasta ball. Á ballinu spila, DJ Gugga, Tónhylur akademía, Aron Can, Háski, Clubdub og Nussun.
Við opnum hurðina kl. 22:00 en kl. 23:00 hættum við að hleypa nemendum inn á ballið. Ballinu lýkur kl. 01:00.
MIÐASALA
Miðasala fyrir nemendur Tækniskólans er nú opin og er miðaverð 4.990 kr.
Miðasala fyrir aðra nemendur Tækniskólans opnar þriðjudaginn 5. nóvember kl. 13:00 en hlekk á miðasöluna má nálgast hér á nst.is eða Instagrammi NST (nstskoli). Miðaverð er 4990 kr. fyrir nemendur Tækniskólans.
Gestir sem eru ekki í Tækniskólanum
Tækniskólanemendur geta boðið einum gesti með sér á ballið. Gesturinn þarf að skrá kennitölu þess nemenda sem býður honum við miðakaup. Miðasala fyrir gesti – Miðinn kostar 5990 kr.
Öryggisgæsla
Ásamt starfsfólki skólans sinnir GO Öryggi sjúkraherbergi og öryggisgæslu á ballinu. Gæslan leitar á öllum sem koma á ballið. Gæslan leyfir nemendum ekki að koma inn með t.d. rafrettur, nikótínpúða, ilmvötn, snyrtivörur eða tyggjó. Allur óheimill varningur verður gerður upptækur og honum fargað.
Uppvís að drykkju á balli
NST býður öllum sem mæta á böll að blása í áfengismæli. Allsgáðir og heppnir nemendur Tækniskólans verða síðar dregnir úr edrúpottinum og geta unnið verðlaun.
Það má ekki neyta áfengis eða annarra vímugjafa á viðburðum skólans. Ef nemandi er grunaður um drykkju á balli er honum boðið að blása í áfengismæli. Ef ölvun mælist eða nemandinn neitar að blása er hringt í forsjáraðila sé hann yngri en 18 ára og þeim gert að sækja hann en 18 ára eða eldri nemendum er vísað af balli.
Ofbeldi með öllu ólíðandi
Á viðburðum NST er allt ofbeldi ólíðandi. Það þýðir EKKERT umburðarlyndi fyrir móðgandi eða særandi athugasemdum t.d. um útlit fólks, hómófóbíu eða kynþáttafordómum. Öll hegðun sem skapar ógnvekjandi umhverfi verður ekki liðin.