mars Leikfélag Tækniskólans kynnir leikritið Klú
Leikritið Klú er byggt á morðgátuspilinu Clue. Þýtt og staðfært af Magnúsi Thorlaciusi og Hákoni Erni Helgasyni. Beautybox styrkti þessa sýningu!

Morðingi gengur laus
Morðingi gengur laus! Úti er snjóbylur, ekkert skyggni og mikil ókyrrð. Frú Páfugl, herra Sinnep, Frú rauð, prófessor Plóma, herra Grænn og frú Hvít eru stödd á sveitahóteli. Á hótelinu hefur verið framið morð. En hver er morðinginn?
Sýningartími
Miðaverð er 1000 kr. og sæti eru ekki númeruð. Sýningar fara fram í Tækniskólanum við Háteigsveg – eða gamla Sjómannaskólanum – í Hátíðarsal skólans sem er á 2. hæð.
Föstudagurinn 21. febrúar kl. 20:00 – Miðasala hér
Laugardagurinn 22. febrúar kl. 20:00 – Miðasala hér
Sunnudagurinn 23. febrúar kl. 19:00 – Miðasala hér


Leikstjóri mARS
Leikstjóri leikhópsins er Magnús Thorlacius. Magnús Thorlacius leikstjóri og -skáld útskrifaðist af sviðshöfundabraut frá Listaháskóla Íslands árið 2022 og hefur síðan þá sett upp hin ýmsu verk. Má þar nefna leiksýninguna Skeljar sem var sýnd í Ásmundarsal, Lónið og Þöglar byltingar sem báðar voru sýndar í Tjarnarbíói.