Það er ball í kvöld!

Miðasölu á ball TÆKNÓ X MH er lokið. Ballið er í Hvalasafninu út á Granda – Whales of Iceland.

Húsið opnar kl. 22:00 en kl. 23:00 hættum við að hleypa nemendum inn á ballið. Ballinu lýkur kl. 01:00 og við hvetjum forsjáraðila til að sækja börnin sín.

Nemendur fá frí í fyrstu tveimur kennslustundum á fimmtudagsmorgni og mæta í tíma kl. 10:25. 

Öryggisgæsla

Ásamt starfs­fólki skólans sinnir GO Öryggi öryggisgæslu á ballinu og umsjón með sjúkraherbergi. Gæslan leitar á öllum sem koma á ballið. Gæslan leyfir nemendum ekki að koma inn með t.d. rafrettur, nikótínpúða, ilmvötn, snyrtivörur eða tyggjó.

Uppvís að drykkju á balli

NST býður öllum sem mæta á böll að blása í áfengismæli. Allsgáðir og heppnir nemendur Tækniskólans verða síðar dregnir úr fyrirmyndarpottinum og geta unnið til verðlauna. 

Það má ekki neyta áfengis eða annarra vímugjafa á viðburðum skólans. Ef nemandi er grunaður um drykkju á balli er honum boðið að blása í áfengismæli. Ef ölvun mælist eða nemandinn neitar að blása er hringt í forsjáraðila sé hann yngri en 18 ára og þeim gert að sækja hann en 18 ára eða eldri nemendum er vísað af balli.

Ofbeldi með öllu ólíðandi

Á viðburðum NST er allt ofbeldi ólíðandi. Það þýðir EKKERT umburðarlyndi fyrir móðgandi eða sær­andi athuga­semdum t.d. um útlit fólks, hómó­fóbíu eða kynþátta­for­dómum. Öll hegðun sem skapar ógn­vekj­andi umhverfi verður ekki liðin.

Search

Categories