MIÐASALA OPIN!

Á WHITE ON WHITE BALL BORGÓ, FÁ, FB, FMOS OG TÆKNÓ

Miðvikudaginn 2. apríl, er WHITE ON WHITE ball – mætið í einhverju hvítu.  

🎶 Á sviðinu munu koma fram:
Blazroca, DJ Gugga, Nussun, Ingi Bauer & Big Sexy, Issi og Sjarminn – þetta verður tryllt!

📍 Staðsetning: Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a
🕙 Hurðir opna: kl. 22:00
🕚 Inngöngu lýkur: kl. 23:00
🕐 Ballinu lýkur: kl. 01:00

🎟 MIÐASALA

Nemendur Tækniskólans: Miðaverð er 4.990 kr. Hér er hlekkur á miðasöluna!

Gestir sem eru ekki í Tækniskólanum:
Nemendur geta boðið einum gesti með sér. Gestir þurfa að skrá kennitölu nemandans við miðakaup. Verð fyrir gestamiða er 5.990 kr. Hér er hlekkur á miðasöluna!


🛡️ ÖRYGGISGÆSLA

GO Öryggi mun, ásamt starfsfólki skólans, sjá um gæslu og sjúkraherbergi.

Öryggisgæsla leitar á öllum gestum við innganginn, en nemendur bera sjálfir fulla ábyrgð á sínum verðmætum á meðan á dansleik stendur. Ekki taka óþarfa dót með ykkur, t.d. er ekki leyfilegt að koma með eftirfarandi inn á ballið:
Rafrettur, nikótínpúða, ilmvötn, snyrtivörur eða tyggjó. Slíkur varningur verður gerður upptækur og fargað.


🚫 OFBELDI OG FORDÓMAR EKKI LIÐIN

Á viðburðum NST er ofbeldi, áreiti, einelti og fordómar með öllu ólíðandi. Þar með talið:

  • Móðgandi eða særandi athugasemdir um útlit, kynhneigð, kynþátt eða annað.
  • Öll hegðun sem skapar ógnvekjandi andrúmsloft.

Við sýnum ekkert umburðarlyndi gagnvart slíkri hegðun.

Search

Categories