Nýnemaball Tæknó, Borgó, FÁ, FB og FMOS – Tropical Ballið – fyrsta ball skólaársins fer fram miðvikudaginn 10. september!
🎉 Staðsetning: VÍKIN – Víkingsheimilið, Traðarland 1, Fossvogur
🕙 Tími: Húsið opnaR kl. 22:00, lokað fyrir inngöngu kl. 23:00 – balli lýkur kl. 01:00
Miðasala
🎟️ Miðaverð fyrir Tækniskólanema: 4.990 kr.
🔗 INNANSKÓLA – Hlekkur á miðasölu
Viltu bjóða gesti?
🎫Nemendur geta boðið einni manneskju úr öðrum framhaldsskóla. Gesturinn er á ábyrgð nemandans og þarf að skrá kennitölu viðkomandi við miðakaup.
🔗UTANSKÓLA – Hlekkur á miðasölu
💵 Verð fyrir gesti: 5.990 kr.
Öryggi og umsjón
Á ballinu verður öflug öryggisgæsla frá GO öryggi, auk heilbrigðisstarfsfólks í sjúkraherbergi á staðnum.
Foreldrum og forsjáraðilum er eindregið bent á að sækja börn sín eftir ballið.
Á ballinu er ekki leyfilegt að koma með:
🚫 Tóbak, nikótínpúða, rafrettur
🚫 Vökva (t.d. ilmvatn eða drykki) – öll slík vara verður gerð upptæk og fargað
Edrúpottur og ábyrg hegðun
NST hvetur öll til að mæta edrú og taka þátt í jákvæðri stemningu.
📍 Þau sem mæta edrú og blása í mæli fara í edrúpottinn, með möguleika á peningaverðlaunum!
🚫 Ölvun ógildir miðann.
Ofbeldi með öllu ólíðandi
Á viðburðum NST er allt ofbeldi ólíðandi. Það þýðir EKKERT umburðarlyndi fyrir t.d. móðgandi eða særandi athugasemdum um útlit fólks, hómófóbíu eða kynþáttafordómum. Öll hegðun og áreitni sem skapar ógnvekjandi eða fjandsamlegt umhverfi verður ekki liðin.