Viltu sýna listina þína eða selja eigin verk?

Í haust verður í fyrsta skipti haldinn listamarkaður í Tæknó. Þar geta nemendur sýnt og selt það sem þeir skapa – hvort sem það eru málverk, prent, textíl, keramik eða annað listaverk.
Til undirbúnings verður haldinn fundur:
📍 Miðvikudagur 8. október kl. 16:15 í Framtíðarstofunni, Skólavörðuholt
🍪Þar kynnum við hugmyndina nánar, ræðum saman um hvaða dagsetning hentar best og fáum ábendingar frá þátttakendum um hvernig þau vilja hafa þetta. Léttar veitingar í boði 🍪
🌈 Nýnemakvöld Hinsegin félagsins
📅 Þriðjudagur 7. október kl. 17–21
📍 Stofa 401, Skólavörðuholt
Hinsegin félag Tækniskólans býður nemendur velkomna á nýnemakvöld.
Markmiðið er að skapa næs rými þar sem nemendur kynnast, spjalla og taka þátt í félagslífi skólans.
👉 ÖLL VELKOMIN – ekki bara nýnemar!
Hér finnur þú hinsegin félagið á Discord.
