Aðalfundur NST 2021

Aðalfundur Nemendasambands Tækniskólans 2021 verður haldinn fimmtudaginn 25. nóvember kl. 16:00 í stofu S400 á Skólavörðuholti.

Dagskrá fundarins:

  1. Afhending fundargagna.
  2. Setning aðalfundar. 
  3. Formaður NST skal stýra fundinum og ritari NST skal rita fundargerð
  4. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram.
  5. Viðburðir NST kynntir.
  6. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar. 
  7. Lagabreytingar.
  8. Önnur mál.
  9. Slit aðalfundar.

Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn minnst þremur heilum dögum fyrir aðalfund (22. nóvember) og skulu þær aðgengilegar félagsmönnum á vef NST síðustu tvo dagana fyrir aðalfund. Lagabreytingartillaga telst samþykkt fái hún meirihluta greiddra atkvæða á aðalfundi. Ef engar lagabreytingartillögur koma fram, skulu lög gilda óbreytt fram að næsta aðalfundi eða aukaaðalfundi.

Tillögur til lagabreytinga berist á [email protected]

Miðstjórn Nemendasambandsins hefur lagt til 22 breytingar á lögum sambandsins.

Hér má finna gildandi lög NST.