Átótjúnið 2025

Skráning er hafin á Átótjúnið 2025.  Átótjúnið er söng­keppni Tækni­skólans en sigurvegari keppninnar tekur þátt fyrir hönd skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna í apríl.

Hljómsveit spilar undir hjá keppendum en keppnin fer fram í viðburðasalnum Mengi á Óðinsgötu í miðbæ Reykjavíkur, miðviku­daginn 22. janúar. Keppendur fá bæði tækifæri til þess að æfa með hljómsveitinni fyrir keppni og mæta í hljóðprufur í Mengi sama dag og keppnin er haldin.

Skráningu lýkur föstu­daginn 17. janúar kl. 16:00.

Frekari upp­lýs­ingar um keppnina og fyr­ir­komulag hennar má fá hjá Inga Birni í Framtíðarstof­unni eða Lilju félagsmálafulltrúa.