Nýnemaball Tæknó, FÁ og FB

Nýnemaball Tækniskólans verður haldið í samvinnu við nemendafélög Fjölbrautaskólanna í Breiðholti og Ármúla. Ballið verður á Spot í Kópavogi fimmtudaginn 14. október. Húsið opnar kl. 21:00 og lokar kl. 22:00 (ekki er hleypt inn eftir þann tíma) og lýkur ballinu á miðnætti.

Fram koma:

DJ Dóra Júlía
Sprite Zero Klan
Jói P og Króli

Miðasala er hafin og kostar miðinn 3500 kr.
Miðasalan er eingöngu fyrir nemendur Tækniskólans, FÁ og FB og fer hún fram í gegnum rafræna miðasölu NST. Miðasala fyrir gesti (utanskólamiðasala) hefst mánudaginn 11. október.
Utanskólamiðasala er hafin og kostar miðinn 4500 kr.

Nemendasamband Tækniskólans stendur fyrir edrúpotti, þar sem öllum sem koma á ballið verður boðið að blása í áfengismæli til þess að komast í pottinn. Eftir vetrarleyfi verða svo tveir heppnir nemendur dregnir út og fá hvor um sig 25.000 kr. inneign í Kringluna.

Rétt eins og á öðrum viðburðum NST er öll meðferð áfengis og annarra vímugjafa óheimil. Einnig er vert að nefna að á ballinu er ekki leyfilegt að koma inn með tóbak (sígarettur, neftóbak eða munntóbak), nikótínpúða eða rafrettur. Allur óheimill varningur verður gerður upptækur og honum fargað.

Allir sem koma á ballið þurfa að framvísa miðanum við hurðina ásamt niðurstöðum úr neikvæðu hraðprófi vegna COVID-19 frá Heilsugæslu eða frá testcovid.is/ (sjálfspróf duga ekki). Hraðprófið má ekki vera eldra en 48 klst gamalt

Morfís prufur

Inntökupróf fyrir ræðulið Tækniskólans fer fram þriðjudaginn 21. september kl. 18-21 í stofu S400 á Skólavörðuholti. Allir áhugasamir eru hvattir til að taka þátt.

Ekki er gerð krafa um reynslu af ræðumennsku en hún skaðar alls ekki.

Í kjölfar inntökuprófa verður haldið ræðunámskeið og útbúinn æfingahópur fyrir liðið sem keppir fyrir hönd skólans í Morfís.

Nánari upplýsingar veitir Huginn Þór, þjálfari

Dungeons & Dragons klúbbur

Skráning er hafin í D&D-klúbb Tækniskólans

D&D klúbburinn er klúbbur fyrir þá sem spila Dungeons & Dragons eða hafa áhuga á að prufa. Þeir sem skrá sig í klúbbinn verða paraðir saman í spilahópa eftir því staðsetningu og hentugum tímasetningum.

Dungeons & Dragons er hlutverkaspil þar sem leikmenn takast á við fjölbreytt ævintýri undir leiðsögn dýflissumeistara sem stýrir gangi leiksins og skapar söguna í samvinnu við leikmenn.

Sérstaklega er óskað eftir aðilum sem treysta sér til þess að vera dýflissumeistara (DM‘s) en allri sem hafa áhuga á að prufa eða að spila eru velkomnir.

Skráning er hafin og henni lýkur föstudaginn 3. september.