Átótjúnið, söngkeppni Tækniskólans, var haldið í síðustu viku – þar sem 14 þátttakendur stigu á svið og heilluðu áhorfendur og dómnefnd skólans
◇
Umgjörðin var hin glæsilegasta og nemendur skólans stóðu sig með mikilli prýði við utanumhald og framkvæmd Besti þakkir Ingi Björn Ingason og húsbandið fyrir tónlistina
◇
Sigurvegari kvöldsins og fulltrúi skólans í Söngkeppni Framhaldsskólanna er BJARTUR SIGURJÓNSSON nemandi á tölvubraut. Hann söng lagið Never blue
◇
Í öðru sæti var Birgitta Ólafsdóttir hljóðtækinemi með lagið Love in the dark og í því þriðja Daníel Steinar Kjartansson í Raftækniskólanum með Moondust.
Til hamingju Bjartur og til hamingju þið öll sem gerðuð Átótjúnið að veruleika