Bjart er yfir.. Söngkeppni framhaldsskólanna

Því Bjartur okkar Sig­ur­jónsson, nem­andi á tölvu­braut, syngur fyrir hönd skólans í keppninni með lagi Maggie Jean Martin, Never blue. Bjartur er ekki bara með bjarta og fallega rödd heldur er hann nýkrýndur Íslands­meistari Tækni­skólans í for­ritun. Hvílíkur talent!

Samband íslenskra framhaldsskólanema heldur Söngkeppni framhaldsskólanna laugardaginn 1. apríl kl. 19.00. Miða á keppnina má nálgast hér en hún er haldin í Hinu Húsinu og verður jafn­framt streymt beint á Stöð2 Vísi.

Bjartur okkar Sig­ur­jónsson

Dóm­arar eru Lilja Alfreðsdóttir menn­ingar- og viðskiptaráðherra, Júlí Heiðar Hall­dórsson tón­list­armaður, Saga Matt­hildur sig­ur­vegari Idol 2023 og Hildur Kristín Stef­áns­dóttir framleiðandi og tón­list­ar­kona.

Dóm­arar ráða ekki einir úrslitum því síma­kosning hefur vægi á móti atkvæðum dóm­nefndar. Símanúmer keppenda Tækniskólans er 900-9118.

Áfram Bjartur!

Og það er ball… það er árshátíð!

Tækniskólinn ætlar í dansa í Gamla bíó miðvikudaginn 29. mars. Ballið byrjar kl. 22:00 en það verða allir að vera mættir þangað fyrir kl. 23:00 þegar húsið lokar. Ballinu lýkur kl. 01:00 og nemendur Tækniskólans sem að mæta fá frí í fyrstu kennslustund fimmtudaginn 30. mars. Listamennirnir sem koma fram á ballinu eru þau Jói P, Daniil, Inspector Spacetime, Birnir, Erpur og Dóra Júlía.

Miðasala fyrir nemendur Tækniskólans byrjar 21. mars á þriðjudaginn kl. 10:00 um morguninn á þessari slóð og kostar miðinn á ballið 4000 kr. Miðasala fyrir þau sem að eru ekki nemendur í Tækniskólanum byrjar síðan á fimmtudaginn (23. mars) kl. 10:00 – á þessari slóð – miðinn kostar 5000 kr. fyrir þau.

Fylgist með á Instagram síðu skemmtó og IG-síðu NST. Ölvun ógildir miðann!

Árshátíðarmatur í Skólavörðuholti

Skemmtinefnd NST ætlar að hita upp fyrir ballið með mat í matsalnum á SkólavörðuholtiVeisluþjónusta Búllunnar mætir á svæðið og setur upp litla “pop-up Búllu” og grillar á staðnum en eftirrétturinn verður í boði Valdísar ísbúðarinnar. Maturinn kostar 2500 kr. og skráning fer fram hér. Húsið fyrir matinn opnar kl. 19:30 og lokar rétt fyrir ball!

Þema í árshátíðarviku

Í árshátíðarvikunni verða þemadagar.

Mánudaginn 27. mars – Íþróttatreyjur

Þriðjudaginn 28. mars – 90’s þema 

Miðvikudaginn 29. mars ♥ Árshátíð ♥

Fimmtudaginn 30. mars – Náttfatadagur 

Föstudaginn 31. mars – Fancy friday