Dungeons & Dragons klúbbur

Skráning er hafin í D&D-klúbb Tækniskólans

D&D klúbburinn er klúbbur fyrir þá sem spila Dungeons & Dragons eða hafa áhuga á að prufa. Þeir sem skrá sig í klúbbinn verða paraðir saman í spilahópa eftir því staðsetningu og hentugum tímasetningum.

Dungeons & Dragons er hlutverkaspil þar sem leikmenn takast á við fjölbreytt ævintýri undir leiðsögn dýflissumeistara sem stýrir gangi leiksins og skapar söguna í samvinnu við leikmenn.

Sérstaklega er óskað eftir aðilum sem treysta sér til þess að vera dýflissumeistara (DM‘s) en allri sem hafa áhuga á að prufa eða að spila eru velkomnir.

Skráning er hafin og henni lýkur föstudaginn 3. september.