Óskum eftir Fortnite leikmönnum
FRÍS, rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla, er haldin í fimmta skiptið í ár. Það hafa verið breytingar á leikjum þetta árið þar sem Fortnite kemur inn í stað Valorant. Í ár verða leikirnir því Counter-Strike 2, Rocket League og Fortnite. Fimm keppendur verða í aðalliði CS2, þrír keppendur í Rocket League og þrír keppendur í Fortnite. Varamenn mega síðan vera allt að þrír í hverjum leik.
Við auglýsum sérstaklega eftir leikmönnum fyrir Fortnite. Skólar þurfa að hafa keppendur af fleira en einu kyni í öllum leikjum. Hvetjum öll áhugasöm að sækja um.
Hér má horfa á úrslit síðasta árs: FRÍS 2024 úrslit T-skóli gegn FSU.