Gettur betur 2025!!!

Fyrsta umferð Gettu betur, spurn­inga­keppni fram­halds­skól­anna, stendur yfir dagana 8. , 9. og 13. janúar. Lið Tækni­skólans skipa þau Óðinn Logi, Lóa Mar­grét og Magni Krist­insson. Fyrstu keppi­nautar liðsins er lið Verzl­un­ar­skóla Íslands og má fylgjast með viðureign­inni á vefsíðu RÚV.

Liðið mætir Verzl­un­ar­skól­anum miðviku­daginn 8. janúar kl. 18:00. Nemendur sem vilja styðja við liðið á keppnisstað, í útvarps­húsinu við Efsta­leiti, geta skráð sig hér.

Dóm­arar og spurn­inga­höf­undar í ár eru þau Helga Mar­grét Hösk­ulds­dóttir, Sig­ur­laugur Ing­ólfsson og Vil­hjálmur B. Bragason. Spyrill er Kristinn Óli Har­aldsson, betur þekktur sem Króli.

LETS GOOOO