Fyrsta umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, stendur yfir dagana 8. , 9. og 13. janúar. Lið Tækniskólans skipa þau Óðinn Logi, Lóa Margrét og Magni Kristinsson. Fyrstu keppinautar liðsins er lið Verzlunarskóla Íslands og má fylgjast með viðureigninni á vefsíðu RÚV.
Liðið mætir Verzlunarskólanum miðvikudaginn 8. janúar kl. 18:00. Nemendur sem vilja styðja við liðið á keppnisstað, í útvarpshúsinu við Efstaleiti, geta skráð sig hér.
Dómarar og spurningahöfundar í ár eru þau Helga Margrét Höskuldsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur B. Bragason. Spyrill er Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli.
LETS GOOOO