Bættur lífstíll!
Vikuna 26.-30.október verður heilsuvika í Tækniskólanum. Skólinn er Heilsueflandi framhaldsskóli og að þessu sinni er heilsuvikan tileinkuð bættum lífstíl.
Skráning fer fram á vefslóðinni hér fyrir neðan og hvetur NST eindregið til þess að nemendur skrái sig sem allra fyrst.
Heilsunefndin hefur því skipulagt viðburði sem nemendur geta sótt í heilsuvikunni gegn fríi í tímum/á þeim tíma sem fyrirlesturinn /viðburðurinn er og verður þetta í boði alla daga vikunnar.
Hér neðar má sjá viðburðardagatal fyrir hverja byggingu, Skólavörðuholt, Háteigsveg og Hafnarfjörð.