LOKSINS BALL

LOKSINS BALL, fer fram miðvikudaginn 13. nóvember í Víkinni, Traðarlandi 1.

Ballið er haldið í samstarfi við FÁ, FB, FMOS og Borgó og því tölvuvert fjölmennara en síðasta ball. Á ballinu spila, DJ Gugga, Tónhylur akademía, Aron Can, Háski, Clubdub og Nussun.

Við opnum hurðina kl. 22:00 en kl. 23:00 hættum við að hleypa nemendum inn á ballið. Ballinu lýkur kl. 01:00.

MIÐASALA

Miðasala fyrir nemendur Tækniskólans er nú opin og er miðaverð 4.990 kr.

Miðasala fyrir aðra nemendur Tækniskólans opnar þriðjudaginn 5. nóvember kl. 13:00 en hlekk á miðasöluna má nálgast hér á nst.is eða Instagrammi NST (nstskoli). Miðaverð er 4990 kr. fyrir nemendur Tækniskólans.

Gestir sem eru ekki í Tækniskólanum

Tækniskólanemendur geta boðið einum gesti með sér á ballið. Gesturinn þarf að skrá kennitölu þess nemenda sem býður honum við miðakaup. Miðasala fyrir gesti – Miðinn kostar 5990 kr.

Öryggisgæsla

Ásamt starfs­fólki skólans sinnir GO Öryggi sjúkraherbergi og öryggisgæslu á ballinu. Gæslan leitar á öllum sem koma á ballið. Gæslan leyfir nemendum ekki að koma inn með t.d. rafrettur, nikótínpúða, ilmvötn, snyrtivörur eða tyggjó. Allur óheimill varn­ingur verður gerður upp­tækur og honum fargað.

Uppvís að drykkju á balli

NST býður öllum sem mæta á böll að blása í áfengismæli. Allsgáðir og heppnir nemendur Tækniskólans verða síðar dregnir úr edrúpottinum og geta unnið verðlaun. 

Það má ekki neyta áfengis eða annarra vímugjafa á viðburðum skólans. Ef nemandi er grunaður um drykkju á balli er honum boðið að blása í áfengismæli. Ef ölvun mælist eða nemandinn neitar að blása er hringt í forsjáraðila sé hann yngri en 18 ára og þeim gert að sækja hann en 18 ára eða eldri nemendum er vísað af balli.

Ofbeldi með öllu ólíðandi

Á viðburðum NST er allt ofbeldi ólíðandi. Það þýðir EKKERT umburðarlyndi fyrir móðgandi eða sær­andi athuga­semdum t.d. um útlit fólks, hómó­fóbíu eða kynþátta­for­dómum. Öll hegðun sem skapar ógn­vekj­andi umhverfi verður ekki liðin.