Nýnemaferð 2019

Nýnemaferð 2019
3 000 ISK
29.08.19 - 14:00
- 30.08.19 - 14:00
Nýnemaferð NST 2019! Nýnemaferð Nemendasambands Tækniskólans verður farin 29.- 30. ágúst. Í ferðinni verður farið í sundlaugarpartý, draugahús, og allskyns leiki.
Skipulag og tímasetningar
Farið verður af stað eftir hádegi fimmtudaginn 29. ágúst og komið aftur á hádegi föstudaginn 30. ágúst. Þeir nemendur sem skrá sig í ferðina fá leyfi frá kennslu á meðan á ferðinni stendur. Gert er ráð fyrir því að nemendur mæti í kennslu á fimmtudagsmorgni og eftir hádegi á föstudag.
Lagt verður af stað eins og hér segir:
Frá Hafnarfirði kl. 15:00
Frá Skólavörðuholti og Háteigsvegi kl. 15:30.
Æskilegt er að allir nemendur mæti með farangurinn sinn í skólann að morgni, en boðið verður upp á að geyma farangurinn í húsnæði skólans áður en farið er í ferðina. Heimkoma er áætluð kl. 15:00 föstudaginn 30. ágúst og verður hefðbundin kennsla það sem eftir er af föstudeginum.
Þátttakendur þurfa að hafa með sér föt eftir veðri, svefnpoka/sæng, kodda, dýnu/vindsæng, sundföt og svo er öllum frjálst að koma með snarl til að hafa í rútunni og/eða um kvöldið.