Nemendasamband Tækniskólans er í daglegu tali kallað NST. Miðstjórn NST hefur yfirumsjón með félagsstarfi og hugar að hagsmunamálum nemenda. Í miðstjórn eru sjö embætti en það er bara hægt að bjóða sig fram í þessi þrjú:
OPNAR STÖÐUR Í MIÐSTJÓRN:
- Formaður NST – er talsmaður stjórnar út á við
- Varaformaður NST – er hagsmunafulltrúi og staðgengill formanns og ritara
- Ritari NST – sér um að rita fundargerðir fyrir fundi NST
Innan Nemendasambandsins NST starfa fleiri nemendafélög s.s. skólafélög, nefndir og klúbbar. VIð auglýsum nefndir og klúbba seinna en núna getur þú boðið þig fram í…
OPNAR STÖÐUR Í SKÓLAFÉLÖGIN:
- Skólafélagið á Háteigsvegi – fimm nemendur
- Skólafélagið í Hafnarfirði – fimm nemendur
- Skólafélagið á Skólavörðuholti – fimm nemendur
Þau sem verða kosin inn í Skólafélögin velja sér formann sem tekur sæti í miðstjórn NST.
HÉR ER TEKIÐ Á MÓTI FRAMBOÐUM í skólafélög eða embætti formanns, varaformanns eða ritara NST út föstudaginn 5. maí