NST óskar eftir framboðum!

Nem­enda­sam­band Tækni­skólans er í dag­legu tali kallað NST. Miðstjórn NST hefur yfir­um­sjón með félags­starfi og hugar að hags­muna­málum nem­enda. Í miðstjórn eru sjö embætti en það er bara hægt að bjóða sig fram í þessi þrjú: 

OPNAR STÖÐUR Í MIÐSTJÓRN:

  • Formaður NST – er talsmaður stjórnar út á við
  • Varaformaður NST – er hagsmunafulltrúi og staðgengill formanns og ritara
  • Ritari NST – sér um að rita fundargerðir fyrir fundi NST

Innan Nemendasambandsins NST starfa fleiri nemendafélög s.s. skólafélög, nefndir og klúbbar. VIð auglýsum nefndir og klúbba seinna en núna getur þú boðið þig fram í…

OPNAR STÖÐUR Í SKÓLAFÉLÖGIN:

  • Skólafélagið á Háteigsvegi – fimm nemendur
  • Skólafélagið í Hafnarfirði – fimm nemendur
  • Skólafélagið á Skólavörðuholti – fimm nemendur

Þau sem verða kosin inn í Skólafélögin velja sér formann sem tekur sæti í miðstjórn NST. 

HÉR ER TEKIÐ Á MÓTI FRAMBOÐUM í skólafélög eða embætti formanns, varaformanns eða ritara NST út föstudaginn 5. maí

Þú mátt auglýsa framboðið eins og þú vilt alla næstu viku – 1. – 5. maí.
Kosningarnar fara fram vikuna 8.-12. maí.