Útskriftarsýning hársnyrtinema á vorönn 2024 verður í Ráðhúsi Reykjavíkur, miðvikudaginn 13. mars. Húsið opnar kl. 19:30 og sýningin byrjar kl. 20:00.
Þemað að þessu sinni er bíómyndir. Á sýningunni er hver og einn nemandi með 4 módel, sem sem hann klippir, greiðir og litar, til að sýna allt sem hann hefur lært í skólanum.
FRÍTT er inn á sýninguna en takmarkaður fjöldi sæta. Mættu og sjáðu túlkun nemenda á Lord of the rings, Legally blonde eða Gossip girl.
xoxo
Sjáumst í Ráðhúsinu!