Sumarball

Fimmtudaginn 5. maí verður haldið Sumarball NST og NFB á Spot í Kópavogi.

Miðaverð er 3500 kr. fyrir nemendur í Tækniskólanum og FB en 4500 kr. fyrir aðra gesti.
Innanskóla miðasala
Utanskóla miðasala

Fram koma:

Steindi og Auddi
Séra Bjössi
Sprite Zero Klan
Daniil
Háski
DJ Ragga Hólm

Húsið opnar kl. 22:00 og verður gestum ekki hleypt inn eftir kl. 23:00.
Ballinu lýkur kl. 01:00

Ölvun ógildir miðann.

Kosningar NST 2022

Þriðjudaginn 26. apríl opnar fyirr kosningar til stjórnar NST og skólafélaga Tækniskólans 2022 og lýkur kosningunni föstudaginn 29. maí.

Skólafélög Tækniskólans eru þrjú:
– Skólafélag nemenda á Skólavörðuholti
– Skólafélag nemenda í Hafnarfirði
– Skólafélag nemenda á Háteigsvegi

Hlutverk skólafélaganna er að halda úti virku félagslífi fyrir nemendur í sínum húsum og gæta hagsmuna nemenda á hverjum stað.
Í stjórn hvers félags sitja 5 einstaklingar.

Miðstjórn NST er skipuð 7 einstaklingum:
– Formanni
– Varaformanni
– Ritara
– Fulltrúa nemenda á Háteigsvegi (formaður skólafélagsins nemenda á Háteigsvegi)
– Fulltrúa nemenda í Hafnarfirði (formaður skólafélags nemenda í Hafnarfirði)
– Fulltrúa nemenda á Skólavörðuholti (formaður skólafélags nemenda á Skólavörðuholti)
– Fulltrúa nýnema (sem er kjörinn á haustönn)

Í sum embætti eða stjórnir skila sér ekki alltaf nægilega mörg framboð til þess að kjósa þurfi um stöður og er því sjálfkjörið í þau embætti.
Í ár er kosið milli 5 frambjóðenda í embætti formanns NST ásamt því að kosið er milli 6 frambjóðenda í stjórn skólafélags nemenda á Skólavörðuholti.

Á kosningavef NST er hægt að kynna sér frambjóðendur betur. Kjörseðlar verða svo sendir út í gegnum innu þriðjudaginn 26. apríl og verða opnir til hádegis föstudaginn 29. apríl.